Ferðamenn gista í svefnpokum og hengja föt til þerris í Leifsstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 11:53 Frá Leifsstöð upp úr miðnætti í gær. Mynd/Gils Jóhannsson Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira