Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og fær ekki leyfi frá Burnley til að koma til móts við íslenska landsliðið.
Erik Hamrén kallaði á Theódór Elmar Bjarnason inn í hópinn í hans stað. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.
Theódór Elmar Bjarnason er 31 árs gamall miðjumaður sem hefur líka verið að leysa stöðu bakvarðar og kantmanns með íslenska landsliðinu.
Erik Hamrén has had to make a change to the squad for the games against Switzerland and Belgium.
Johann Berg Gudmundsson is injured.
Theodor Elmar Bjarnason replaces him.#fyririslandpic.twitter.com/zztq2nexvS
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 30, 2018
Theódór Elmar spilar nú með tyrkneska b-deildarfélaginu Elazigspor og hefur gert það frá 2017. Hann var áður hjá AGF í Danmörku en er uppalinn KR-ingur.
Elmar var ekki í HM-hópi Íslands í sumar en á að bakui 40 landsleiki fyrir A-liðið.