Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Gareth Southgate myndi kalla Shaw aftur í landsliðshópinn eftir góða byrjun bakvarðarins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.
Samherji Shaw hjá Manchester United, Ashley Young, er ekki í hóp Southgate að þessu sinni.
Liverpool maðurinn Joe Gomez er í hópnum eftir að hafa misst af HM í Rússlandi vegna meiðsla.
Nick Pope er ekki í hópnum, en hann meiddist illa í upphafi tímabilsins. Í hans stað kemu Alex McCarthy, markmaður Southamtpon, í hóp þriggja markmanna.
Englendingar mæta Spánverjum í Þjóðadeildinni 8. september og spila svo vináttulandsleik við Sviss nokkrum dögum seinna.
pic.twitter.com/JldqR7bwiv
— England (@England) August 30, 2018