Cristiano Ronaldo mætir á Old Trafford með Juve: Svona eru riðlarnir í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 17:15 Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn