Cristiano Ronaldo mætir á Old Trafford með Juve: Svona eru riðlarnir í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 17:15 Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Sjá meira