Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári.
Í viðtali við vefmiðilinn MMA fréttir sagði Gunnar að hann hefði boðist til þess að mæta Ponzinibbio þegar UFC fer til Argentínu í fyrsta skipti. Það varð þó ekkert úr því og mætir Ponzinibbio Neil Magny í staðinn þann 17. nóvember.
Ponzinibbio og Gunnar mættust síðasta sumar í mjög umdeildum bardaga síðasta sumar þar sem Argentínumaðurinn potaði í augun á Gunnari áður en hann rotaði hann.
Magny, næsti andstæðingur Ponzinibbio, átti að mæta Gunnari í Liverpool í maí. Gunnar meiddist hins vegar á hné og þurfti að draga sig úr bardaganum. Í vor fór hann svo í aðgerð á liðþófa en er nú byrjaður að æfa á fullu.
Gunnar vonast eftir því að berjast á UFC 230 sem fer fram í Madison Square Garden í New York þann 3. nóvember. Þar segist hann vera tilbúinn í að mæta hverjum sem er.
Viðtal Gunnars við MMA fréttir má sjá hér.
Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum

Tengdar fréttir

Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið
Gunnar Nelson er að passa sig á að verða ekki gaurinn sem rotast við eitt högg.

Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári
Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars.

Búrið: Gunnar stefnir á endurkomu með Conor í nóvember
Gunnar Nelson talar um meiðslin, síðasta tap og framhaldið hjá sér í Búrinu á Vísi.