Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers verða í hattinum á morgun er dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Rangers vann 1-0 sigur á rússneska liðinu á heimavelli og komst í góða stöðu á útivelli er Ovie Ejaria kom þeim yfir á níundu mínútu.
Rangers því komið í 2-0 og heimamenn þurftu þrjú mörk. Heimamenn jöfnuðu á 32. mínútu og staðan var jöfn, 1-1.
Mínútu eftir mark Rangers fékk Alfredo Morelos sitt annað gula spjald á sömu mínútunni og Rangers því einum manni færri síðustu 50 mínútur leiksins.
Ekki skánaði ástandið er Jon Flanagan fékk beint rautt spjald á 66. mínútu og leikmenn Rangers því níu síðustu tuttugu mínúturnar.
Lokatölurnar urðu þó 1-1 og Rangers verður í hattinum er dregið verður í riðlakeppnina á morgun.
Næsta verkefni Rangers er ærið en þeir mæta Celtic í stórleik skoska boltans á sunnudaginn.
Rússarnir náðu ekki að brjóta niður níu manna múr Rangers sem er komið í riðlakeppnina
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
