Hannes Þór Halldórsson og Arnór Ingvi Traustason eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Viðar Örn Kjartansson er úr leik.
Hannes Þór var ekki í leikmannahópi Qarabag sem vann síðari leikinn gegn Vals-bönunum í Sheriff, 3-0, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0.
Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrri hálfleikinn er Maccabi Tel Aviv vann 2-1 sigur á Sarpsborg í síðari leiknum en það dugði ekki til því Sarpsborg vann fyrri leikinn 3-1.
Sarpsborg sló einmitt út ÍBV á leið sinni í riðlakeppnina og ótrúleg framganga norska liðsins heldur áfram. Verður fróðlegt að sjá hvaða lið Sarpsborg fær í riðlakeppninni.
Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu sex mínúturnar er Malmö vann 2-0 sigur á Midtjylland en fyrri leikurinn fór 2-2. Malmö því áfram, samanlagt 4-2.
Dregið verður í riðlakeppnina á morgun.
Hannes og Arnór í riðlakeppnina en Viðar úr leik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti



Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
