Landsliðskonurnar geta ekki fengið sér ís án þess að Phil viti af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 15:30 Phil Neville aðstoðar leikmann í miðjum leik en aðstoðardómarinn er ekki alveg sáttur við hann. Visir/Getty Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira