Höfundur Simpsons-þáttanna áréttar að Michael Jackson ljáði persónu rödd sína Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 10:18 Michael Jackson vísir/getty Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög