Sagt upp á Mogganum eftir fjörutíu ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2018 12:24 Skapti Hallgrímsson hefur alla starfsævi sína staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Vísir/Auðunn Níelsson Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar. Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar.
Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira