Ronaldo mistókst að skora í sigri Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í baráttunni í dag.
Ronaldo í baráttunni í dag. Vísir/Getty
Juventus er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eftir 2-1 sigur á nýliðum Parma í kvöld. Cristiano Ronaldo náði ekki að skora fyrir Juventus.

Juventus var ekki lengi að komast yfir en Mario Mandzukic kom Juventus yfir strax á annarri mínútu og útlitið gott fyrir ítölsku meistaranna.

Það var hins vegar fyrrum leikmaður Arsenal og Roma, Gervinho, sem jafnaði metin á 33. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Blaise Matuidi reyndist hetja Juventus á 58. mínútu er hann skoraði sigurmarkið eftir undirbúning Mandzukic. Lokatölur 2-1.

Cristiano Ronaldo komst ekki á blað í dag en hann hefur ekki skorað í fyrstu þremur leikjum sínum hjá Juventus sem eru á toppnum með fullt hús. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira