Breytingar á miðbæ Selfoss samþykktar í íbúakosningu Sighvatur Arnmundarson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Tölvugerð yfirlitsmynd af því hvernig nýi miðbærinn á Selfossi gæti litið út þegar framkvæmdunum er lokið. Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira