Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2018 05:59 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Fulltrúi Skeljungs segir að skoðað verði hið fyrsta hvers vegna teljari í olíudælaskúr við höfnina á Fáskrúðsfirði hafi gefið sig. Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi þegar teljarinn gaf sig. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs segir ekki hægt að segja til með nákvæmum hætti hve margir lítrar af olíu láku í sjóinn. Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði komu að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu. „Þegar var tilkynnt til yfirvalda um slysið og allir tiltækir menn kallaðir til. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á staðnum, Geisla, sem vann afar gott starf við að hefta útbreiðsu lekans. Bátar björgunarsveitarinnar slæddu olíuna af sjónum og söfnuðu í flekk sem síðan var soginn upp með dælubíl. Fljótt var þannig náð góðum tökum á útbreiðslu olíunnar og stjórn á ástandinu. Á sama tíma var ráðist í þrif í kringum dæluskúrinn. Afar góðar aðstæður voru til hreinsunarstarfs, þar sem veður var mjög gott á svæðinu, hægur andvari sem stóð inn fjörðinn, þurrt og bjart,“ segir Ingunn Agnes í tilkynningu frá Skeljungi. „Aðstæður verða yfirfarnar á nýjan leik þegar birtir á ný á morgun. Farið verður strax í að skoða hvers vegna teljarinn gaf sig. Ekki er sams konar teljari í notkun annars staðar hjá félaginu.“ Grétar Helgi Geirsson, formaður Björgunarsveitarinnar Geisla, sagði í samtali við Vísi að að óhappið hefði átt sér stað um klukkan sex að kvöldi. Settar voru út flotgirðingar til að hefta útbreiðslu olíunnar en girðingarnar drekka einnig í sig olíu. Þá er notast við niðurbrotsefni til að draga úr mengunarhættu. Orkumál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Fulltrúi Skeljungs segir að skoðað verði hið fyrsta hvers vegna teljari í olíudælaskúr við höfnina á Fáskrúðsfirði hafi gefið sig. Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi þegar teljarinn gaf sig. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs segir ekki hægt að segja til með nákvæmum hætti hve margir lítrar af olíu láku í sjóinn. Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði komu að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu. „Þegar var tilkynnt til yfirvalda um slysið og allir tiltækir menn kallaðir til. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á staðnum, Geisla, sem vann afar gott starf við að hefta útbreiðsu lekans. Bátar björgunarsveitarinnar slæddu olíuna af sjónum og söfnuðu í flekk sem síðan var soginn upp með dælubíl. Fljótt var þannig náð góðum tökum á útbreiðslu olíunnar og stjórn á ástandinu. Á sama tíma var ráðist í þrif í kringum dæluskúrinn. Afar góðar aðstæður voru til hreinsunarstarfs, þar sem veður var mjög gott á svæðinu, hægur andvari sem stóð inn fjörðinn, þurrt og bjart,“ segir Ingunn Agnes í tilkynningu frá Skeljungi. „Aðstæður verða yfirfarnar á nýjan leik þegar birtir á ný á morgun. Farið verður strax í að skoða hvers vegna teljarinn gaf sig. Ekki er sams konar teljari í notkun annars staðar hjá félaginu.“ Grétar Helgi Geirsson, formaður Björgunarsveitarinnar Geisla, sagði í samtali við Vísi að að óhappið hefði átt sér stað um klukkan sex að kvöldi. Settar voru út flotgirðingar til að hefta útbreiðslu olíunnar en girðingarnar drekka einnig í sig olíu. Þá er notast við niðurbrotsefni til að draga úr mengunarhættu.
Orkumál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14