Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2018 12:00 Það þarf stundum að beyta um taktík til að fá haustlaxinn til að taka. Mynd: KL Það er lengi hægt að gefa góð ráð í laxveiði og fer ráðgjöfin oft eftir því hvaða á er verið að veiða og hvernig vatnið er í ánni. Að sama skapi skiptir líka máli á hvaða tíma er verið að veiða en sumir veiðistaðir og aðferðir sem á þá eru notaðar geta breyst nokkuð og það getur verið munur á því hvernig er best að veiða. Ef við tökum sem dæmi hefðbundna breiðu í hinni dæmigerðu laxveiðiá þar sem það er skýur straumur í gegnum hyl og að við séum stödd við ána síðsumars eins og núna í minna vatni en eðlilegt er. Í stað þess að kasta ca 45 gráður eins og oft er gert breyttu aðeins um taktík og prófaðu eftirfarandi. Lengdu tauminn í 10-11 fet og notaðu 10-12 punda taum eða fluorcarbon en hann sekkur betur. Notaðu litlar þyngdar flugur eins og t.d. micro túpur með tungsten keilu. Þrengdu kastrammann þinn og kastaðu lengra niður ánna í 25 gráður en passaðu að flugan verður alltaf að lenda í lygna vatninu hinum meginn við strauminn. Um leið og flugan lendir mendar þú línunna bara aðeins til að hægja á henni og gerir þetta varlega án þess að kippa í línuna. Oft er gott að lyfta bara toppnum upp og færa línuna án þess að vippa henni eins og allt of margir gera en þegar þú vippar í mendi ertu að kippa í fluguna og styttir þar með tímann sem hún er að veiða í hylnum. Láttu svo fluguna renna í gegnum breiðuna þangað til hún er stopp og prófaðu í öðru hverju kasti að hreyfa hana aðeins en bara rólega. Góða veiði. Mest lesið Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Laxinn mættur í Kjós og Þjórsá Veiði Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði
Það er lengi hægt að gefa góð ráð í laxveiði og fer ráðgjöfin oft eftir því hvaða á er verið að veiða og hvernig vatnið er í ánni. Að sama skapi skiptir líka máli á hvaða tíma er verið að veiða en sumir veiðistaðir og aðferðir sem á þá eru notaðar geta breyst nokkuð og það getur verið munur á því hvernig er best að veiða. Ef við tökum sem dæmi hefðbundna breiðu í hinni dæmigerðu laxveiðiá þar sem það er skýur straumur í gegnum hyl og að við séum stödd við ána síðsumars eins og núna í minna vatni en eðlilegt er. Í stað þess að kasta ca 45 gráður eins og oft er gert breyttu aðeins um taktík og prófaðu eftirfarandi. Lengdu tauminn í 10-11 fet og notaðu 10-12 punda taum eða fluorcarbon en hann sekkur betur. Notaðu litlar þyngdar flugur eins og t.d. micro túpur með tungsten keilu. Þrengdu kastrammann þinn og kastaðu lengra niður ánna í 25 gráður en passaðu að flugan verður alltaf að lenda í lygna vatninu hinum meginn við strauminn. Um leið og flugan lendir mendar þú línunna bara aðeins til að hægja á henni og gerir þetta varlega án þess að kippa í línuna. Oft er gott að lyfta bara toppnum upp og færa línuna án þess að vippa henni eins og allt of margir gera en þegar þú vippar í mendi ertu að kippa í fluguna og styttir þar með tímann sem hún er að veiða í hylnum. Láttu svo fluguna renna í gegnum breiðuna þangað til hún er stopp og prófaðu í öðru hverju kasti að hreyfa hana aðeins en bara rólega. Góða veiði.
Mest lesið Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Laxinn mættur í Kjós og Þjórsá Veiði Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði