Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2021 10:59 Flottur birtingur úr Varmá Varmá er eins og veiðimenn þekkja oft mjög góð á vorin og er af þeim sökum oftast mest sótt á þeim tíma. Það vill þess vegna oft gleymast að haustið, þegar birtingurinn kemur aftur í árnar, er yfirleitt ekki síðri tími og eiginlega bara besti tíminn að mati Veiðivísis. Síðustu daga hefur verið mikil rigning og hefur Varmá vaxið mikið, áin er eins og góður kakóbolli á litinn en það stoppaði ekki félagana Benedikt og Atla. Þeir settu í 14 fiska og lönduðu 8, allt fallegir sjóbirtingar sem tóku stórar straumflugur. Í þessum aðstæðum er gott að hugsa um liti sem sjást vel í lituðu vatni, flugan sem virkaði best hjá þeim var eldrauð og græn á litinn. Núna er Varmá að sjatna og er von á veislu, það er mikið af fiski fyrir ofan Reykjafoss og það er að koma nýr fiskur að koma á hverju flóði. Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði
Það vill þess vegna oft gleymast að haustið, þegar birtingurinn kemur aftur í árnar, er yfirleitt ekki síðri tími og eiginlega bara besti tíminn að mati Veiðivísis. Síðustu daga hefur verið mikil rigning og hefur Varmá vaxið mikið, áin er eins og góður kakóbolli á litinn en það stoppaði ekki félagana Benedikt og Atla. Þeir settu í 14 fiska og lönduðu 8, allt fallegir sjóbirtingar sem tóku stórar straumflugur. Í þessum aðstæðum er gott að hugsa um liti sem sjást vel í lituðu vatni, flugan sem virkaði best hjá þeim var eldrauð og græn á litinn. Núna er Varmá að sjatna og er von á veislu, það er mikið af fiski fyrir ofan Reykjafoss og það er að koma nýr fiskur að koma á hverju flóði.
Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði