Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2023 09:02 Ásgeir Heiðar og Gunnar Bender ræða málin við Breiðuna Þá er þriðji þátturinn af Veiðin með Gunnari Bender að koma á Vísi og að þessu sinni er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Gunnar fór í Elliðaárnar með engum öðrum en Ásgeiri Heiðari en það er óhætt að segja að það eru fáir sem þekkja ánna jafnvel og hann. Ásgeir Heiðar er einn af mestu reynsluboltum í veiði á Íslandi. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 3. þáttur Hann hefur í fjóra áratugi verið leiðsögumaður veiðimanna í flestum ám landsins. Gunnar Bender skellti sér með honum í Elliðaárnar í Reykjavík í Júní síðastliðnum, en þar var hann með skemmtilegan viðburð. Stangaveiðifélag Reykjavíkur stóð fyrir viðburðinum en þar er Ásgeir Heiðar með sýnikennslu á flugu, ásamt því að kynna veiðistaði í ánni. Ásgeir Heiðar þekkir Elliðaárnar betur en flestir aðrir Þeir sem fara í gegnum veiðileiðsögn með Ásgeiri Heiðari í Elliðaánum læra mjög vel á ánna og hvernig fjölbreyttir veiðistaðir hafa ólíka nálgun. Þetta er þáttur sem þú mátt alls ekki missa af. Stangveiði Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Gunnar fór í Elliðaárnar með engum öðrum en Ásgeiri Heiðari en það er óhætt að segja að það eru fáir sem þekkja ánna jafnvel og hann. Ásgeir Heiðar er einn af mestu reynsluboltum í veiði á Íslandi. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 3. þáttur Hann hefur í fjóra áratugi verið leiðsögumaður veiðimanna í flestum ám landsins. Gunnar Bender skellti sér með honum í Elliðaárnar í Reykjavík í Júní síðastliðnum, en þar var hann með skemmtilegan viðburð. Stangaveiðifélag Reykjavíkur stóð fyrir viðburðinum en þar er Ásgeir Heiðar með sýnikennslu á flugu, ásamt því að kynna veiðistaði í ánni. Ásgeir Heiðar þekkir Elliðaárnar betur en flestir aðrir Þeir sem fara í gegnum veiðileiðsögn með Ásgeiri Heiðari í Elliðaánum læra mjög vel á ánna og hvernig fjölbreyttir veiðistaðir hafa ólíka nálgun. Þetta er þáttur sem þú mátt alls ekki missa af.
Stangveiði Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði