Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:08 Fjöldi fólks hefur ákveðið að sleppa bólusetningum fyrir sig eða börn sín vegna falsks áróðurs ýmis konar kuklara undanfarin ár. Vísir/Getty Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið. Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið.
Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28