Drógu kálfafulla langreyði í land Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2018 21:50 Kálfur langreyðarinnar sést fyrir miðri mynd. HARD TO PORT Þýsku samtökin Hard to Port, sem hafa það að markmiði að stöðva hvalaveiðar við Ísland, segja í tilkynningu að hvalveiðimenn hafi veitt kálfafulla langreyði laust fyrir klukkan 17.00 í dag. Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri samtakanna, var staddur í Hvalfirði þegar starfsmenn Hvals hf. drógu hvalinn á land. Mynd af verknaðinum hefur verið deilt víða á samskiptamiðlinum Twitter en samtökin birtu færslu þar sem þau vöktu athygli á framferði starfsfólks. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.„Þegar starfsfólkið skar á hvalinn datt fóstrið úr líkama móðurinnar, það var alveg hræðilegt að verða vitni að þessu,“ segir Feuerhahn í tilkynningunni. Starfsfólk Hvals Hf fjarlægðu fóstrið og að því er fram kemur í tilkynningu frá Hard to Port var það auðsjáanlega hrætt um að fóstrið myndi nást á ljósmynd. Samtökin Reykjavík Whale Save efndu til samstöðuvöku fyrir Langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði í kvöld klukkan 20:30, hún mun standa yfir fram til klukkan 23:30. Hvalveiðar Íslendinga hafa verið harðlega gagnrýndar jafnt hér heima sem og erlendis og virðist ekki lát ætla að verða á því. Erlendir fjölmiðlamenn hafa birt myndir og myndbönd frá Hvalfirði í kvöld og má sjá eitt þeirra hér að neðan.#BREAKING Icelandic whalers kill pregnant fin whale. Trying to hide the fetus from our cameras. #Iceland#whalerwatchingpic.twitter.com/ohCUzEQEOX — Hard To Port (@hardtoport) August 20, 2018 Hvalveiðar Tengdar fréttir Vaka fyrir hvali Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði. 20. ágúst 2018 06:30 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval 18. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Þýsku samtökin Hard to Port, sem hafa það að markmiði að stöðva hvalaveiðar við Ísland, segja í tilkynningu að hvalveiðimenn hafi veitt kálfafulla langreyði laust fyrir klukkan 17.00 í dag. Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri samtakanna, var staddur í Hvalfirði þegar starfsmenn Hvals hf. drógu hvalinn á land. Mynd af verknaðinum hefur verið deilt víða á samskiptamiðlinum Twitter en samtökin birtu færslu þar sem þau vöktu athygli á framferði starfsfólks. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.„Þegar starfsfólkið skar á hvalinn datt fóstrið úr líkama móðurinnar, það var alveg hræðilegt að verða vitni að þessu,“ segir Feuerhahn í tilkynningunni. Starfsfólk Hvals Hf fjarlægðu fóstrið og að því er fram kemur í tilkynningu frá Hard to Port var það auðsjáanlega hrætt um að fóstrið myndi nást á ljósmynd. Samtökin Reykjavík Whale Save efndu til samstöðuvöku fyrir Langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði í kvöld klukkan 20:30, hún mun standa yfir fram til klukkan 23:30. Hvalveiðar Íslendinga hafa verið harðlega gagnrýndar jafnt hér heima sem og erlendis og virðist ekki lát ætla að verða á því. Erlendir fjölmiðlamenn hafa birt myndir og myndbönd frá Hvalfirði í kvöld og má sjá eitt þeirra hér að neðan.#BREAKING Icelandic whalers kill pregnant fin whale. Trying to hide the fetus from our cameras. #Iceland#whalerwatchingpic.twitter.com/ohCUzEQEOX — Hard To Port (@hardtoport) August 20, 2018
Hvalveiðar Tengdar fréttir Vaka fyrir hvali Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði. 20. ágúst 2018 06:30 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval 18. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Vaka fyrir hvali Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði. 20. ágúst 2018 06:30
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34