Erum búin að bíða spennt eftir þessum leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Þjálfarateymið slær á létta strengi á blaðamannafundinum í höfuðstöðvum KSÍ í gær þegar leikmannahópurinn var kynntur. Fréttablaðið/sigtryggur ari Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira