Heilbrigð skynsemi Haukur Örn Birgisson skrifar 21. ágúst 2018 07:00 Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun