Hundurinn beit konuna í andlit og aðra höndina en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum verður hundurinn aflífaðir. Er hann af sömu tegund og hundurinn sem beit fimm ára dreng í Kópavogi í vor með þeim afleiðingum að sauma þurfi um áttatíu spor í andlit hans.
Sjá einnig: Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn
Þá óskar lögreglan í Vestmannaeyjum eftir upplýsingum um rúðubrot í safnaðarheimili Landakirkju en fjórar rúður voru brotnar. Talið er að rúðurnar hafi verið brotnar daginn áður en ekki er ljóst hver eða hverjir þarna voru að verki.