Áfram Færeyjar Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2018 09:30 Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima.