500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2018 09:00 Sveitarfélagið Árborg borgaði verkfræðiskrifstofu hálfan milljarð króna í verkfræðiþjónustu árin 2013 – 2017. Vísir/Eyþór Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30