Birta myndband sem sýnir afleiðingar alvarlegasta utanvegaakstursmáls sumarsins Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 15:09 Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira