Birta myndband sem sýnir afleiðingar alvarlegasta utanvegaakstursmáls sumarsins Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 15:09 Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira