Eðli ofbeldishringsins að hann endurtekur sig Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 16:30 Ingibjörg Ruth Gulin, lögfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, stendur fyrir námsstofu um ofbeldissambönd í kvöld. Vísir/Vilhelm Lögfræðingurinn Ingibjörg Ruth Gulin segir nauðsynlegt að opna umræðu um ofbeldi í nánum samböndum. Hún segir ofbeldissambönd oft fylgja ákveðnum ferlum, sem þó séu ekki algild. Þá sé mikilvægt að kollvarpa mýtum sem loðað hafa við umræðu um kynbundið ofbeldi í gegnum tíðina. Ingibjörg mun leitast við að varpa ljósi á hinar margvíslegu birtingarmyndir ofbeldisins í námsstofu undir yfirskriftinni „Ofbeldishringurinn, birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og skrímslavæðingin“ á vegum Róttæka sumarháskólans. Námsstofan hefst klukkan 20 í kvöld, 22. ágúst, í húsnæði menningarmiðstöðvarinnar Múltí kúltí við Barónsstíg 3.Ótrúlega mikilvægt að tala um hlutina Ingibjörg hefur mikinn áhuga á málaflokknum en hún útskrifaðist úr meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands síðasta vor. Sumarið 2017 vann hún að rannsókn um réttarstöðu kvenna sem brotaþolar kynbundins ofbeldis í ljósi femínískra lagakenninga ásamt Evu Huld Ívarsdóttur. Þá fjallaði meistararitgerð Ingibjargar um kynbundið ofbeldi í nánum samböndum og þróun íslensks réttar í ljósi femínískra lagakenninga. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, var leiðbeinandi Ingibjargar í báðum verkefnunum. „Þegar ég var að fara að skrifa ritgerðina og las yfir heimildir og svona, þá var alltaf verið að ítreka hversu ótrúlega mikilvægt það væri að tala um ofbeldi í nánum samböndum og skapa umræðu í samfélaginu um þessi brot. Það er það sem ég er að gera í þessari námsstofu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Í námsstofu Ingibjargar verður einblínt á parasambönd þar sem konur eru vanalega þolendur og karlmenn gerendur. Hún segir þó mikilvægt að muna að allir geti orðið fyrir ofbeldi, sem og beitt því. Þá sé einnig nauðsynlegt að rannsaka frekar ofbeldi í hinsegin samböndum eða samböndum þar sem fólk skilgreinir sig ekki innan kynjatvíhyggjunnar.Eftirsjáin sjaldnast varanleg Ingibjörg segir helstu útgangspunkta námsstofunnar vera þrjá. Í fyrsta lagi ætlar hún að ræða hinn svokallaða Ofbeldishring, kenningu sem sálfræðingurinn Lenore Walker setti fram árið 1979. Hringurinn skiptist í þrjú ferli og er ætlað að varpa ljósi á eðli og umfang ofbeldis í nánum samböndum, bæði frá sjónarhóli geranda og þolanda. „Fyrsta ferlið, spennuuppbyggingarferlið, er í raun ferli þar sem uppbygging spennu á sér stað. Ferlið einkennist mjög oft af andlegu ofbeldi en það getur auðvitað verið mismunandi eftir samböndum. Svo kemur spennulosunin, sem er annað stig ferlisins. Það einkennist gjarnan af líkamlegu ofbeldi. Þá missir gerandinn stjórn á sér,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg segir #MeToo-hreyfinguna jafnframt afar mikilvægan hluta námsstofunnar þar eð umræða um kynbundið ofbeldi hafi opnast í kjölfar þess að hreyfingin festi sig í sessi.Myndvinnsla/Garðar„Í eftirsjárferlinu áttar gerandinn sig svo á því að hann hefur gert eitthvað rangt, þ.e. að hann hefur beitt þolandann ofbeldi, og finnur fyrir mikilli eftirsjá. Þá er allt í einu allt í blóma, gerandinn er alveg rosa miður sín yfir því sem hann hefur gert og lofar sem dæmi að beita aldrei ofbeldi aftur.“ Ingibjörg segir mikilvægt að muna að loforð eftirsjártímabilsins séu oftast brotin. Gerandinn byrji í flestum tilvikum að beita þolandann ofbeldi á ný. „Og áður en þolandinn veit af byrjar hringrásin á ný, ferlið endurtekur sig. Andlega ofbeldið byrjar aftur smátt og smátt. Það er eðli ofbeldishringsins að hann endurtaki sig. Þess vegna kallast þetta hringur, vegna endurtekningarinnar.“Mýtur um skrímsli og áfengi Þá mun Ingibjörg ræða sérstaklega birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í nánum samböndum og algengar mýtur í tengslum við ofbeldissambönd. „Í fyrsta lagi er það skrímslavæðingin. Það er svo nauðsynlegt því maður ímyndar sér að gerandinn sé algjört skrímsli sem lemur alla sem hann þekkir. Málið er að gerendur líta ekki út fyrir að vera skrímsli, þeir eru í raun þversnið þjóðarinnar. Svo er til dæmis oft talað um að þetta séu bara aðilar sem neyta mikils áfengis og að þeir beiti bara ofbeldi þegar þeir drekka. En það er ekki rétt, áfengi er ekki grundvallarorsök ofbeldis,“ segir Ingibjörg. „Næsta mýta snýr að því þegar fólk spyr af hverju konan eða makinn fari ekki bara fyrst þetta sé svona erfitt. Það sýnir mikið skilningsleysi á aðstæðum. Það er svo ótrúlega margar ástæður fyrir því af hverju það getur reynst erfitt að koma sér í burtu. Ein þeirra snýr til dæmis að því að þegar skilnaður er yfirvofandi, yfirstandandi eða liðinn þá getur ofbeldi aukist. En þetta er ekki tæmandi, það er hellingur af ástæðum. Þetta eru bara manneskjur og þetta fer allt saman eftir hverju sambandi fyrir sig.“Sjá einnig: Nauðgaði henni þegar hún tók svefnlyf vegna þunglyndis Ingibjörg segir #MeToo-hreyfinguna jafnframt afar mikilvægan hluta námsstofunnar þar eð umræða um kynbundið ofbeldi hafi opnast í kjölfar þess að hreyfingin festi sig í sessi. Fjölmiðlar fjölluðu til að mynda ítarlega um #MeToo-yfirlýsingar og frásagnir fjölda kvenna úr ýmsum stéttum. Á meðal þeirra sem stigu fram var hópur kvenna sem orðið hafði fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu. Farið verður yfir nokkrar frásagnir þessara kvenna í námsstofunni í kvöld og þær settar í samhengi við birtingarmyndir ofbeldis og mýturnar.Eins og áður sagði hefst námsstofa Ingibjargar klukkan 20 í húsnæði menningarmiðstöðvarinnar Múltí kúltí við Barónsstíg 3. Fjölskyldumál MeToo Tengdar fréttir Mesta breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá Starfshópur menntamálaráðherra var skipaður í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna sem birtust í janúar síðastliðinn undir heitinu Jöfnum leikinn. 21. ágúst 2018 21:00 „Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi“ Leikkonan Alyssa Milano hefur brugðist við fregnum af því að leikonan Asia Argento hafi borgað ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. 21. ágúst 2018 23:24 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Lögfræðingurinn Ingibjörg Ruth Gulin segir nauðsynlegt að opna umræðu um ofbeldi í nánum samböndum. Hún segir ofbeldissambönd oft fylgja ákveðnum ferlum, sem þó séu ekki algild. Þá sé mikilvægt að kollvarpa mýtum sem loðað hafa við umræðu um kynbundið ofbeldi í gegnum tíðina. Ingibjörg mun leitast við að varpa ljósi á hinar margvíslegu birtingarmyndir ofbeldisins í námsstofu undir yfirskriftinni „Ofbeldishringurinn, birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og skrímslavæðingin“ á vegum Róttæka sumarháskólans. Námsstofan hefst klukkan 20 í kvöld, 22. ágúst, í húsnæði menningarmiðstöðvarinnar Múltí kúltí við Barónsstíg 3.Ótrúlega mikilvægt að tala um hlutina Ingibjörg hefur mikinn áhuga á málaflokknum en hún útskrifaðist úr meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands síðasta vor. Sumarið 2017 vann hún að rannsókn um réttarstöðu kvenna sem brotaþolar kynbundins ofbeldis í ljósi femínískra lagakenninga ásamt Evu Huld Ívarsdóttur. Þá fjallaði meistararitgerð Ingibjargar um kynbundið ofbeldi í nánum samböndum og þróun íslensks réttar í ljósi femínískra lagakenninga. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, var leiðbeinandi Ingibjargar í báðum verkefnunum. „Þegar ég var að fara að skrifa ritgerðina og las yfir heimildir og svona, þá var alltaf verið að ítreka hversu ótrúlega mikilvægt það væri að tala um ofbeldi í nánum samböndum og skapa umræðu í samfélaginu um þessi brot. Það er það sem ég er að gera í þessari námsstofu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Í námsstofu Ingibjargar verður einblínt á parasambönd þar sem konur eru vanalega þolendur og karlmenn gerendur. Hún segir þó mikilvægt að muna að allir geti orðið fyrir ofbeldi, sem og beitt því. Þá sé einnig nauðsynlegt að rannsaka frekar ofbeldi í hinsegin samböndum eða samböndum þar sem fólk skilgreinir sig ekki innan kynjatvíhyggjunnar.Eftirsjáin sjaldnast varanleg Ingibjörg segir helstu útgangspunkta námsstofunnar vera þrjá. Í fyrsta lagi ætlar hún að ræða hinn svokallaða Ofbeldishring, kenningu sem sálfræðingurinn Lenore Walker setti fram árið 1979. Hringurinn skiptist í þrjú ferli og er ætlað að varpa ljósi á eðli og umfang ofbeldis í nánum samböndum, bæði frá sjónarhóli geranda og þolanda. „Fyrsta ferlið, spennuuppbyggingarferlið, er í raun ferli þar sem uppbygging spennu á sér stað. Ferlið einkennist mjög oft af andlegu ofbeldi en það getur auðvitað verið mismunandi eftir samböndum. Svo kemur spennulosunin, sem er annað stig ferlisins. Það einkennist gjarnan af líkamlegu ofbeldi. Þá missir gerandinn stjórn á sér,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg segir #MeToo-hreyfinguna jafnframt afar mikilvægan hluta námsstofunnar þar eð umræða um kynbundið ofbeldi hafi opnast í kjölfar þess að hreyfingin festi sig í sessi.Myndvinnsla/Garðar„Í eftirsjárferlinu áttar gerandinn sig svo á því að hann hefur gert eitthvað rangt, þ.e. að hann hefur beitt þolandann ofbeldi, og finnur fyrir mikilli eftirsjá. Þá er allt í einu allt í blóma, gerandinn er alveg rosa miður sín yfir því sem hann hefur gert og lofar sem dæmi að beita aldrei ofbeldi aftur.“ Ingibjörg segir mikilvægt að muna að loforð eftirsjártímabilsins séu oftast brotin. Gerandinn byrji í flestum tilvikum að beita þolandann ofbeldi á ný. „Og áður en þolandinn veit af byrjar hringrásin á ný, ferlið endurtekur sig. Andlega ofbeldið byrjar aftur smátt og smátt. Það er eðli ofbeldishringsins að hann endurtaki sig. Þess vegna kallast þetta hringur, vegna endurtekningarinnar.“Mýtur um skrímsli og áfengi Þá mun Ingibjörg ræða sérstaklega birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í nánum samböndum og algengar mýtur í tengslum við ofbeldissambönd. „Í fyrsta lagi er það skrímslavæðingin. Það er svo nauðsynlegt því maður ímyndar sér að gerandinn sé algjört skrímsli sem lemur alla sem hann þekkir. Málið er að gerendur líta ekki út fyrir að vera skrímsli, þeir eru í raun þversnið þjóðarinnar. Svo er til dæmis oft talað um að þetta séu bara aðilar sem neyta mikils áfengis og að þeir beiti bara ofbeldi þegar þeir drekka. En það er ekki rétt, áfengi er ekki grundvallarorsök ofbeldis,“ segir Ingibjörg. „Næsta mýta snýr að því þegar fólk spyr af hverju konan eða makinn fari ekki bara fyrst þetta sé svona erfitt. Það sýnir mikið skilningsleysi á aðstæðum. Það er svo ótrúlega margar ástæður fyrir því af hverju það getur reynst erfitt að koma sér í burtu. Ein þeirra snýr til dæmis að því að þegar skilnaður er yfirvofandi, yfirstandandi eða liðinn þá getur ofbeldi aukist. En þetta er ekki tæmandi, það er hellingur af ástæðum. Þetta eru bara manneskjur og þetta fer allt saman eftir hverju sambandi fyrir sig.“Sjá einnig: Nauðgaði henni þegar hún tók svefnlyf vegna þunglyndis Ingibjörg segir #MeToo-hreyfinguna jafnframt afar mikilvægan hluta námsstofunnar þar eð umræða um kynbundið ofbeldi hafi opnast í kjölfar þess að hreyfingin festi sig í sessi. Fjölmiðlar fjölluðu til að mynda ítarlega um #MeToo-yfirlýsingar og frásagnir fjölda kvenna úr ýmsum stéttum. Á meðal þeirra sem stigu fram var hópur kvenna sem orðið hafði fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu. Farið verður yfir nokkrar frásagnir þessara kvenna í námsstofunni í kvöld og þær settar í samhengi við birtingarmyndir ofbeldis og mýturnar.Eins og áður sagði hefst námsstofa Ingibjargar klukkan 20 í húsnæði menningarmiðstöðvarinnar Múltí kúltí við Barónsstíg 3.
Fjölskyldumál MeToo Tengdar fréttir Mesta breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá Starfshópur menntamálaráðherra var skipaður í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna sem birtust í janúar síðastliðinn undir heitinu Jöfnum leikinn. 21. ágúst 2018 21:00 „Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi“ Leikkonan Alyssa Milano hefur brugðist við fregnum af því að leikonan Asia Argento hafi borgað ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. 21. ágúst 2018 23:24 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Mesta breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá Starfshópur menntamálaráðherra var skipaður í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna sem birtust í janúar síðastliðinn undir heitinu Jöfnum leikinn. 21. ágúst 2018 21:00
„Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi“ Leikkonan Alyssa Milano hefur brugðist við fregnum af því að leikonan Asia Argento hafi borgað ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. 21. ágúst 2018 23:24
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent