Heimur Míu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun