Fríar skólamáltíðir of stór biti fyrir Reykjavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Ókeypis skólamáltíðir eru sagðar mundu kosta skólasvið Reykjavíkurborgar nærri tvo milljarða króna á ári. Fréttablaðið/Anton Brink Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira