Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 00:06 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. vísir/Hanna Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista í Hafnarfirði sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að þeir fordæmi að bæjarstjóri hafi þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykktur viðauki. Bæjarfulltrúarnir hyggjast kæra þetta til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin í starfi. Málið varðar uppbyggingu á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika en í fjárhagsáætlun fyrir árið, sem samþykkt var í desember 2017, var samþykkt að veita 200 milljónum króna í verkefnið á árinu 2018. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunniVerið sé að hverfa frá framkvæmd til fjárfestingar Rósa segir að í sumar hafi verið ákveðið að breyta um aðferðafræði „og skipta á eignum hjá félaginu og fela þeim að gera þessa framkvæmd sjálf,“ segir Rósa. Upphaflega hafi verið ákveðið bærinn myndi framkvæma sjálfur og því hafi þurft að gera viðauka við fjárhagsáætlun. „Þessi viðauki sem samþykktur var í dag er orðalagsbreyting. Það voru engar breytingar á upphæðum, fjárheimildin er því skýrt fyrir hendi,“ segir Rósa sem segist ekki skilja hverju sé eiginlega verið að reyna að þyrla upp. „Við erum ekki að fara að framkvæma sjálf heldur fjárfesta. Þetta fer frá famkvæmd til fjárfestingar og þetta hefur hvorki áhrif á rekstur né sjóðsstreymi bæjarins,“ segir Rósa.Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Bæjarlistann, segir kjörtímabilið fara illa af stað.Á Facebook síðu sinni ritar Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans: „Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn. Og þetta er ekki neyðartilvik, ekki björgunaraðgerð fyrir bæjarbúa, heldur efniskaup til byggingar á íþróttahúsi sem verður ekki í eigu eða rekstri bæjarins,“ segir Guðlaug. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista í Hafnarfirði sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að þeir fordæmi að bæjarstjóri hafi þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykktur viðauki. Bæjarfulltrúarnir hyggjast kæra þetta til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin í starfi. Málið varðar uppbyggingu á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika en í fjárhagsáætlun fyrir árið, sem samþykkt var í desember 2017, var samþykkt að veita 200 milljónum króna í verkefnið á árinu 2018. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunniVerið sé að hverfa frá framkvæmd til fjárfestingar Rósa segir að í sumar hafi verið ákveðið að breyta um aðferðafræði „og skipta á eignum hjá félaginu og fela þeim að gera þessa framkvæmd sjálf,“ segir Rósa. Upphaflega hafi verið ákveðið bærinn myndi framkvæma sjálfur og því hafi þurft að gera viðauka við fjárhagsáætlun. „Þessi viðauki sem samþykktur var í dag er orðalagsbreyting. Það voru engar breytingar á upphæðum, fjárheimildin er því skýrt fyrir hendi,“ segir Rósa sem segist ekki skilja hverju sé eiginlega verið að reyna að þyrla upp. „Við erum ekki að fara að framkvæma sjálf heldur fjárfesta. Þetta fer frá famkvæmd til fjárfestingar og þetta hefur hvorki áhrif á rekstur né sjóðsstreymi bæjarins,“ segir Rósa.Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Bæjarlistann, segir kjörtímabilið fara illa af stað.Á Facebook síðu sinni ritar Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans: „Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn. Og þetta er ekki neyðartilvik, ekki björgunaraðgerð fyrir bæjarbúa, heldur efniskaup til byggingar á íþróttahúsi sem verður ekki í eigu eða rekstri bæjarins,“ segir Guðlaug.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00