Elskar að versla í karladeildum 23. ágúst 2018 14:30 Hildur segist ekki vera mikið í kjólum en þessi kjóll frá Cheap Monday er í uppáhaldi, skórnir eru frá Scorett í Svíþjóð og sokkarnir frá Asos. MYND/STEFÁN Söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir þarf að eiga töluvert af fötum enda vill hún ekki vera oft í því sama á sviði. Hún reynir að kaupa ódýr og notuð föt og á mikið af flottum yfirhöfnum enda þær flíkur sem mest sést í á hinu kalda Íslandi. Spáir þú mikið í tísku? „Já, frekar mikið, ég elska að klæða mig alls konar og prófa nýja hluti! Ég spái meira í því sem mér sjálfri finnst kúl og átfittum sem virka vel á sviði heldur en dýrum merkjum og því hvað einhver segir að sé í tísku. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að hann sé ansi fjölbreyttur og litríkur. Ég elska bjarta liti og „oversized“ flíkur og flest sem sker sig úr. Þegar ég er uppi á sviði fer ég í extra áberandi föt og finnst geggjað að geta notað föt sem ég myndi kannski ekki vera í á venjulegum mánudegi. Ég elska líka að versla í karladeildunum í búðum. Hvar kaupir þú fötin þín? Á Íslandi er það aðallega Spúútnik, Fatamarkaðurinn Hlemmi og Zara. Erlendis elska ég And Other Stories, Monki og Weekday og svo versla ég hér og þar á netinu.“ Eyðir þú miklu í föt? „Já, maður kemst ekki beint hjá því þegar maður er oft uppi á sviði – og sérstaklega þegar maður vill alls ekki vera oft í sömu flík á sviðinu. Ég reyndar hef aldrei dottið í að kaupa dýrar flíkur, ég er meira í vintage og ódýrum búðum svo ég geti keypt mér meira. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Erfið spurning af því að það breytist svo hratt! Akkúrat núna eru það tveir kjólar frá Cheap Monday sem ég var að eignast, er eiginlega aldrei í kjólum en það er eitthvað við kjóla sem er svo sumarlegt og hresst.“ Uppáhaldshönnuður? „Ég á tvær vinkonur sem eru að hanna ótrúlega flott föt sem ég hef fengið að klæðast á sviði – Ragna Bjarna og Kristjana Björg. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Held það séu yfirhafnir, mig langar alltaf í fleiri. Ég á örugglega hlutfallslega mest af flottum yfirhöfnum enda þegar maður býr á Íslandi er það flíkin sem sést mest! Notar þú fylgihluti? Já, er eiginlega alltaf með hálsmen og svo elska ég derhúfur og húfur.“Áttu þér tískufyrirmynd? „Ég fylgi nokkrum rosa flottum stelpum á Instagram sem veita mér innblástur og svo finnst mér líka gaman að fylgjast með öðrum tónlistarkonum, hvernig þær klæða sig uppi á sviði. Hvað er fram undan? Sumarið hefur farið í að vinna í nýju efni og vinna í tónlist í Berlín, Stokkhólmi og fleiri stöðum. Svo eignaðist ég hvolp í vor, svo að sumarið hefur líka farið mikið í góðar stundir með henni og kærastanum mínum. Næstu mánuði verð ég á miklu flakki. Ég er að fara að spila slatta, gefa út nýtt efni og ferðast á marga spennandi staði sem ég hef ekki komið á áður. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vinna við tónlist sem fer með mig út um allan heim!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir þarf að eiga töluvert af fötum enda vill hún ekki vera oft í því sama á sviði. Hún reynir að kaupa ódýr og notuð föt og á mikið af flottum yfirhöfnum enda þær flíkur sem mest sést í á hinu kalda Íslandi. Spáir þú mikið í tísku? „Já, frekar mikið, ég elska að klæða mig alls konar og prófa nýja hluti! Ég spái meira í því sem mér sjálfri finnst kúl og átfittum sem virka vel á sviði heldur en dýrum merkjum og því hvað einhver segir að sé í tísku. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að hann sé ansi fjölbreyttur og litríkur. Ég elska bjarta liti og „oversized“ flíkur og flest sem sker sig úr. Þegar ég er uppi á sviði fer ég í extra áberandi föt og finnst geggjað að geta notað föt sem ég myndi kannski ekki vera í á venjulegum mánudegi. Ég elska líka að versla í karladeildunum í búðum. Hvar kaupir þú fötin þín? Á Íslandi er það aðallega Spúútnik, Fatamarkaðurinn Hlemmi og Zara. Erlendis elska ég And Other Stories, Monki og Weekday og svo versla ég hér og þar á netinu.“ Eyðir þú miklu í föt? „Já, maður kemst ekki beint hjá því þegar maður er oft uppi á sviði – og sérstaklega þegar maður vill alls ekki vera oft í sömu flík á sviðinu. Ég reyndar hef aldrei dottið í að kaupa dýrar flíkur, ég er meira í vintage og ódýrum búðum svo ég geti keypt mér meira. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Erfið spurning af því að það breytist svo hratt! Akkúrat núna eru það tveir kjólar frá Cheap Monday sem ég var að eignast, er eiginlega aldrei í kjólum en það er eitthvað við kjóla sem er svo sumarlegt og hresst.“ Uppáhaldshönnuður? „Ég á tvær vinkonur sem eru að hanna ótrúlega flott föt sem ég hef fengið að klæðast á sviði – Ragna Bjarna og Kristjana Björg. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Held það séu yfirhafnir, mig langar alltaf í fleiri. Ég á örugglega hlutfallslega mest af flottum yfirhöfnum enda þegar maður býr á Íslandi er það flíkin sem sést mest! Notar þú fylgihluti? Já, er eiginlega alltaf með hálsmen og svo elska ég derhúfur og húfur.“Áttu þér tískufyrirmynd? „Ég fylgi nokkrum rosa flottum stelpum á Instagram sem veita mér innblástur og svo finnst mér líka gaman að fylgjast með öðrum tónlistarkonum, hvernig þær klæða sig uppi á sviði. Hvað er fram undan? Sumarið hefur farið í að vinna í nýju efni og vinna í tónlist í Berlín, Stokkhólmi og fleiri stöðum. Svo eignaðist ég hvolp í vor, svo að sumarið hefur líka farið mikið í góðar stundir með henni og kærastanum mínum. Næstu mánuði verð ég á miklu flakki. Ég er að fara að spila slatta, gefa út nýtt efni og ferðast á marga spennandi staði sem ég hef ekki komið á áður. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vinna við tónlist sem fer með mig út um allan heim!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira