Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 12:04 Mollie Tibbetts hafði verið saknað frá 18. júlí en lík hennar fannst í vikunni. Vísir/AP Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera. Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41