Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 12:04 Mollie Tibbetts hafði verið saknað frá 18. júlí en lík hennar fannst í vikunni. Vísir/AP Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera. Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41