Baggalútsmenn kaupa hús á Flateyri og segja bæinn í mikilli uppsveiflu Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2018 14:30 Baggalútsmenn á tónleikum. Fréttablaðið/Ernir Baggalútsmenn hafa fest kaup á húsi á Flateyri sem stendur við Hafnarstræti 13. Húsið er við hliðina á hinum sögufræga skemmtistað Vagninum en allir sjö meðlimir Baggalúts eru eigendur og segjast þeir hafa heillast af uppganginum sem er á Flateyri í Önundarfirði. Fjölmargir hafa fest kaup á húsum á Eyrinni undanfarið, aðallega fólk frá höfuðborgarsvæðinu og erlendir aðilar, og er svo komið að aðeins eru þrjú hús eftir óseld í þorpinu. „Við rákumst á auglýsingu um að þetta væri á sölu og okkur leist rosalega vel á það. Við höfðum heyrt góða hluti um Flateyri og höfðum verið þarna. Það kom í ljós að allt þetta góða sem maður heyrði um eyrina er satt, það er heilmikil uppbygging í gangi þarna og skemmtilegt líf,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútsmaður. Baggalútsmenn eru þeir Garðar Þ. Guðgeirsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Guðmundur Pálsson, Haraldur Hallgrímsson, Jóhann Bragi Fjalldal, Bragi Valdimar Skúlason og fyrrnefndur Karl. Keyptu þeir húsið ásamt mökum sínum. „Flateyri er í þvílíkri uppsveiflu sem bæjarfélag,“ segir Karl.Húsið sem Baggalútsmenn keyptu en það er við hliðina á Vagninum sögufræga á Flateyri.ja.isÁ meðal þeirra sem hafa fest kaup á húsum á Flateyri eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð rithöfundur. Þá hefur parið Sara Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnandi Hönnunarmars, og Hálfdán Pedersen, leikmyndahönnuður, keypt hús á Flateyri og hjónin Ragnheiður Ólafsdóttir, nuddari, og Geir Magnússon, ljósamaður. Þau fjögur eru í dag eigendur Vagnsins. Kvikmyndagerðarmaðurinn Sindri Kjartansson hefur einnig keypt hús á Flateyri og sást tónlistarmaðurinn Högni Egilsson á eyrinni á dögunum og er sagður hafa verið afar hrifinn af bænum. Júlíus Þorfinnsson keypti Tankinn sem stendur við Flateyri ásamt eiginkonu sinni Þórunni Ásdísi Óskarsdóttur hönnuði og Karli Hjálmarssyni.Stefna á ýmsar endurbætur Karl Sigurðsson segir Baggalútsmenn byrjað að skoða húsið við Hafnarstræti alvarlega um síðastliðin áramót og festu kaup á því í vor. „Það er ýmislegt sem þarf að gera eins og með svona hús sem eru komin til ára sinna. Við erum að í ýmsar endurbætur til að gera þetta huggulegt og fínt.“ Karl segist finna fyrir auknum áhuga á Vestfjörðum á meðal innlendra og erlendra ferðamanna. „Þegar við vorum þarna síðast allur hópurinn þá voru túrista rútur að detta inn í bæinn og það var stemning og fjör. Það er alltaf eitthvað í gangi á Vagninum og það er bara einhver fílingur þarna. Það er að opna þarna lýðháskóli í haust og það mun ekki vera síðra fyrir stemninguna,“ segir Karl.Skoða aðstöðu fyrir hljóðver Eins og flestir vita eru Baggalútsmenn þekktastir fyrir tónlist sína en Karl segir það hafa verið skoðað hvort að koma eigi upp hljóðversaðstöðu. Guðmundur Kristinn Jónsson, sem er einn atkvæðamesti upptökustjóri landsins, hefur skoðað húsið með það fyrir augum. „Það væri ekki leiðinlegt að geta verið með smá aðstöðu,“ segir Karl. Spurður hvort að Baggalútsmenn muni slá í tónleika á Vagninum í næsta húsi telur Karl góðar líkur á því. „Við eigum ennþá eftir að koma fram á Vagninum, það verður nú eitthvað þegar það gerist,“ segir hann.Baggalútsmenn á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum.Vísir/Andri MarinoSamgöngur betri og dásamlegur staður Bragi Valdimar Skúlason segir Flateyri vera dásamlegan stað og Baggalútsmenn og fjölskyldur þeirra eigi tengingar vestur úr öllum áttum. „Við stukkum á þetta og munum dúlla okkur við að gera húsið upp á næstu tíu árum,“ segir Bragi. Spurður hvort hann hafi tilfinningu fyrir því hvað hafi valdið þessari miklu ásókn fólks á fasteignum á Flateyri segir hann margt spila inn í. „Eitt leiðir af öðru. Maður heyrir af fólki sem hefur farið þarna og verið þarna. Ég sjálfur er úr Hnífsdal og finnst gott að vera fyrir vestan. Svo hafa samgöngur batnað til muna. Þetta er ekki lengur átta tíma hoss í gegnum Ísafjarðardjúpið. Svo er búið að bora göng og byggja brýr og verið að gera Dýrafjarðargöng. Fasteignaverðið er mjög lágt þarna, það er nánast hægt að kaupa sér götu þarna á verði kjallaraíbúðar í Breiðholti. Svo er dásamlegt að vera fyrir vestan, stutt inn á Ísafjörð frá Flateyri og í margskonar útivist,“ segir Bragi.Mikill áhugi erlendis frá Guðmundur Óli Tryggvason, hjá Fasteignasölu Vestfjarða, hefur haft margar eignir á sölu á Flateyri og segir fólk sækja í rólegheit og náttúruna þegar það kaupir sér eign í Önundarfirði. „Og á Vestfjörðum yfir höfuð. Fólk kemur úr látunum í Reykjavík og fær kannski innblástur í kyrrðinni og fegurðinni,“ segir Guðmundur Óli. Hann segir stóran hluta þeirra sem keypt hafa á Flateyri ekki hafa fasta búsetu þar, en fólk að sunnan sem og útlendingar hafa verið duglegir við að festa kaup á húsum á eyrinni. Flateyri hefur á undanförnum áratugum farið í gegnum mikla erfiðleika. Skemmst er minnast snjóflóðsins sem féll á byggðina í október árið 1995. Flóðið féll um miðja nótt þegar íbúar voru í fastasvefni en tuttugu manns létu lífið, tíu karlar, sex konur og fjögur börn. Árið 2007 ákváðu eigendur fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri að selja kvóta og hætta vinnslu.Aðeins þrjú hús er nú eftir á sölu á Flateyri.Vísir/Egill.Bara þrjú hús á sölu Guðmundur Óli segir marga erlenda íbúa Flateyrar sem misstu vinnuna hafa um það leyti flutt frá staðnum og skilið húsin eftir tóm. „Fyrir fimm árum síðan var mikið til sölu þarna. Þessi hús eru mikið til seld í dag til Reykvíkinga sem vilja eiga athvarf þarna eða erlendra aðila,“ segir Guðmundur Óli. Hann segir flestar eignir seldar, einhverjar þrjár eru eftir á sölu. Hann segir ekki beint slegist um hús í bænum en þegar rétta eignin fer á sölu hafa margir áhuga. „Fólk vill helst gömul timburhús,“ segir Guðmundur Óli.Ónýt hús fá nýtt líf Úlfar Önundarson er borinn og barnfæddur Önfirðingur en hann segir að það sé nánast ekkert eftir af ónýtum húsum á Flateyri. Þau hafi verið keypt og verið að gera þau upp. „Mér finnst þetta mjög jákvætt, nú er búið að selja alla þessa ónýtu kofa fyrir mismikla peninga og flestir eru komnir af stað að laga þetta þannig að þessi gömlu hús verða ekki rifin.“ Hann segir þá sem hafa fest kaup á húsum á eyrinni hafa glætt hana miklu lífi og hafi staðið myndarlega að uppbyggingu Vagnsins. Þá nefnir Úlfar að von sé á fjölda nemenda sem munu stunda nám við Lýðháskólann á Flateyri í haust og þó tóku Flateyringar við um fimmtán sýrlenskum flóttamönnum fyrr á árinu, „Þau virðast ætla að pluma sig vel hérna. Þetta er mjög jákvætt fólk,“ segir Úlfar.Úlfar Önundarson Flateyringur.Páll ÖnundarsonLandsbyggðin dafnar á ævintýramönnum Spurður hvort hann hafi séð þessa þróun fyrir segir Úlfar svo ekki vera. „Þetta er svo skrýtið, maður hefur séð þetta fara upp og niður. Snjóflóðin eyðilögðu Flateyri, bæði andlega og þegar kemur að byggðinni. Sumir hafa aldrei náð sér, sumir dóu úr sorg. Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því hvað þetta var mikið högg. Við vorum rúmlega 300 manns á Flateyri og fórum niður í 90 manns,“ segir Úlfar en tæplega 180 manns búa á Flateyri í dag samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Hann er á því að bjartir tímar séu fram undan. „Mér finnst bara mikið um að vera á eyrinni, það er verið að laga allt og meira segja búið að malbika hjá okkur og snyrta umhverfið. Landsbyggðin hefur oft dafnað á ævintýramönnum og það þarf alltaf einhverja ævintýramenn til að koma hlutunum af stað vegna þess að heimafólk hefur stundum ekki alltaf trú á ævintýrunum.“ Úlfar segir unnið í öllum húsum og sjaldan verið eins gott atvinnuástand. „Það eru 20 til 25 ár síðan atvinnustaðan var svona góð,“ segir Úlfar. Fiskvinnsla er í bæjarfélaginu ásamt saltfiskvinnslu, smábátaútgerð, fiskeldi, sjóstangveiðiferðamennska og þá er Úlfar sjálfur að framleiða saltstein fyrir landbúnað. Húsnæðismál Ísafjarðarbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Baggalútsmenn hafa fest kaup á húsi á Flateyri sem stendur við Hafnarstræti 13. Húsið er við hliðina á hinum sögufræga skemmtistað Vagninum en allir sjö meðlimir Baggalúts eru eigendur og segjast þeir hafa heillast af uppganginum sem er á Flateyri í Önundarfirði. Fjölmargir hafa fest kaup á húsum á Eyrinni undanfarið, aðallega fólk frá höfuðborgarsvæðinu og erlendir aðilar, og er svo komið að aðeins eru þrjú hús eftir óseld í þorpinu. „Við rákumst á auglýsingu um að þetta væri á sölu og okkur leist rosalega vel á það. Við höfðum heyrt góða hluti um Flateyri og höfðum verið þarna. Það kom í ljós að allt þetta góða sem maður heyrði um eyrina er satt, það er heilmikil uppbygging í gangi þarna og skemmtilegt líf,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútsmaður. Baggalútsmenn eru þeir Garðar Þ. Guðgeirsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Guðmundur Pálsson, Haraldur Hallgrímsson, Jóhann Bragi Fjalldal, Bragi Valdimar Skúlason og fyrrnefndur Karl. Keyptu þeir húsið ásamt mökum sínum. „Flateyri er í þvílíkri uppsveiflu sem bæjarfélag,“ segir Karl.Húsið sem Baggalútsmenn keyptu en það er við hliðina á Vagninum sögufræga á Flateyri.ja.isÁ meðal þeirra sem hafa fest kaup á húsum á Flateyri eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð rithöfundur. Þá hefur parið Sara Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnandi Hönnunarmars, og Hálfdán Pedersen, leikmyndahönnuður, keypt hús á Flateyri og hjónin Ragnheiður Ólafsdóttir, nuddari, og Geir Magnússon, ljósamaður. Þau fjögur eru í dag eigendur Vagnsins. Kvikmyndagerðarmaðurinn Sindri Kjartansson hefur einnig keypt hús á Flateyri og sást tónlistarmaðurinn Högni Egilsson á eyrinni á dögunum og er sagður hafa verið afar hrifinn af bænum. Júlíus Þorfinnsson keypti Tankinn sem stendur við Flateyri ásamt eiginkonu sinni Þórunni Ásdísi Óskarsdóttur hönnuði og Karli Hjálmarssyni.Stefna á ýmsar endurbætur Karl Sigurðsson segir Baggalútsmenn byrjað að skoða húsið við Hafnarstræti alvarlega um síðastliðin áramót og festu kaup á því í vor. „Það er ýmislegt sem þarf að gera eins og með svona hús sem eru komin til ára sinna. Við erum að í ýmsar endurbætur til að gera þetta huggulegt og fínt.“ Karl segist finna fyrir auknum áhuga á Vestfjörðum á meðal innlendra og erlendra ferðamanna. „Þegar við vorum þarna síðast allur hópurinn þá voru túrista rútur að detta inn í bæinn og það var stemning og fjör. Það er alltaf eitthvað í gangi á Vagninum og það er bara einhver fílingur þarna. Það er að opna þarna lýðháskóli í haust og það mun ekki vera síðra fyrir stemninguna,“ segir Karl.Skoða aðstöðu fyrir hljóðver Eins og flestir vita eru Baggalútsmenn þekktastir fyrir tónlist sína en Karl segir það hafa verið skoðað hvort að koma eigi upp hljóðversaðstöðu. Guðmundur Kristinn Jónsson, sem er einn atkvæðamesti upptökustjóri landsins, hefur skoðað húsið með það fyrir augum. „Það væri ekki leiðinlegt að geta verið með smá aðstöðu,“ segir Karl. Spurður hvort að Baggalútsmenn muni slá í tónleika á Vagninum í næsta húsi telur Karl góðar líkur á því. „Við eigum ennþá eftir að koma fram á Vagninum, það verður nú eitthvað þegar það gerist,“ segir hann.Baggalútsmenn á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum.Vísir/Andri MarinoSamgöngur betri og dásamlegur staður Bragi Valdimar Skúlason segir Flateyri vera dásamlegan stað og Baggalútsmenn og fjölskyldur þeirra eigi tengingar vestur úr öllum áttum. „Við stukkum á þetta og munum dúlla okkur við að gera húsið upp á næstu tíu árum,“ segir Bragi. Spurður hvort hann hafi tilfinningu fyrir því hvað hafi valdið þessari miklu ásókn fólks á fasteignum á Flateyri segir hann margt spila inn í. „Eitt leiðir af öðru. Maður heyrir af fólki sem hefur farið þarna og verið þarna. Ég sjálfur er úr Hnífsdal og finnst gott að vera fyrir vestan. Svo hafa samgöngur batnað til muna. Þetta er ekki lengur átta tíma hoss í gegnum Ísafjarðardjúpið. Svo er búið að bora göng og byggja brýr og verið að gera Dýrafjarðargöng. Fasteignaverðið er mjög lágt þarna, það er nánast hægt að kaupa sér götu þarna á verði kjallaraíbúðar í Breiðholti. Svo er dásamlegt að vera fyrir vestan, stutt inn á Ísafjörð frá Flateyri og í margskonar útivist,“ segir Bragi.Mikill áhugi erlendis frá Guðmundur Óli Tryggvason, hjá Fasteignasölu Vestfjarða, hefur haft margar eignir á sölu á Flateyri og segir fólk sækja í rólegheit og náttúruna þegar það kaupir sér eign í Önundarfirði. „Og á Vestfjörðum yfir höfuð. Fólk kemur úr látunum í Reykjavík og fær kannski innblástur í kyrrðinni og fegurðinni,“ segir Guðmundur Óli. Hann segir stóran hluta þeirra sem keypt hafa á Flateyri ekki hafa fasta búsetu þar, en fólk að sunnan sem og útlendingar hafa verið duglegir við að festa kaup á húsum á eyrinni. Flateyri hefur á undanförnum áratugum farið í gegnum mikla erfiðleika. Skemmst er minnast snjóflóðsins sem féll á byggðina í október árið 1995. Flóðið féll um miðja nótt þegar íbúar voru í fastasvefni en tuttugu manns létu lífið, tíu karlar, sex konur og fjögur börn. Árið 2007 ákváðu eigendur fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri að selja kvóta og hætta vinnslu.Aðeins þrjú hús er nú eftir á sölu á Flateyri.Vísir/Egill.Bara þrjú hús á sölu Guðmundur Óli segir marga erlenda íbúa Flateyrar sem misstu vinnuna hafa um það leyti flutt frá staðnum og skilið húsin eftir tóm. „Fyrir fimm árum síðan var mikið til sölu þarna. Þessi hús eru mikið til seld í dag til Reykvíkinga sem vilja eiga athvarf þarna eða erlendra aðila,“ segir Guðmundur Óli. Hann segir flestar eignir seldar, einhverjar þrjár eru eftir á sölu. Hann segir ekki beint slegist um hús í bænum en þegar rétta eignin fer á sölu hafa margir áhuga. „Fólk vill helst gömul timburhús,“ segir Guðmundur Óli.Ónýt hús fá nýtt líf Úlfar Önundarson er borinn og barnfæddur Önfirðingur en hann segir að það sé nánast ekkert eftir af ónýtum húsum á Flateyri. Þau hafi verið keypt og verið að gera þau upp. „Mér finnst þetta mjög jákvætt, nú er búið að selja alla þessa ónýtu kofa fyrir mismikla peninga og flestir eru komnir af stað að laga þetta þannig að þessi gömlu hús verða ekki rifin.“ Hann segir þá sem hafa fest kaup á húsum á eyrinni hafa glætt hana miklu lífi og hafi staðið myndarlega að uppbyggingu Vagnsins. Þá nefnir Úlfar að von sé á fjölda nemenda sem munu stunda nám við Lýðháskólann á Flateyri í haust og þó tóku Flateyringar við um fimmtán sýrlenskum flóttamönnum fyrr á árinu, „Þau virðast ætla að pluma sig vel hérna. Þetta er mjög jákvætt fólk,“ segir Úlfar.Úlfar Önundarson Flateyringur.Páll ÖnundarsonLandsbyggðin dafnar á ævintýramönnum Spurður hvort hann hafi séð þessa þróun fyrir segir Úlfar svo ekki vera. „Þetta er svo skrýtið, maður hefur séð þetta fara upp og niður. Snjóflóðin eyðilögðu Flateyri, bæði andlega og þegar kemur að byggðinni. Sumir hafa aldrei náð sér, sumir dóu úr sorg. Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því hvað þetta var mikið högg. Við vorum rúmlega 300 manns á Flateyri og fórum niður í 90 manns,“ segir Úlfar en tæplega 180 manns búa á Flateyri í dag samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Hann er á því að bjartir tímar séu fram undan. „Mér finnst bara mikið um að vera á eyrinni, það er verið að laga allt og meira segja búið að malbika hjá okkur og snyrta umhverfið. Landsbyggðin hefur oft dafnað á ævintýramönnum og það þarf alltaf einhverja ævintýramenn til að koma hlutunum af stað vegna þess að heimafólk hefur stundum ekki alltaf trú á ævintýrunum.“ Úlfar segir unnið í öllum húsum og sjaldan verið eins gott atvinnuástand. „Það eru 20 til 25 ár síðan atvinnustaðan var svona góð,“ segir Úlfar. Fiskvinnsla er í bæjarfélaginu ásamt saltfiskvinnslu, smábátaútgerð, fiskeldi, sjóstangveiðiferðamennska og þá er Úlfar sjálfur að framleiða saltstein fyrir landbúnað.
Húsnæðismál Ísafjarðarbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira