Madden 19: Fáar en ágætar breytingar á milli ára Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2018 10:45 VÚHÚ! Vísir/EA Madden-serían er orðin tiltölulega langlíf enda hefur hún notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, eðlilega. Nýjasti leikurinn, Madden 19, er bara nokkuð góður og þá sérstaklega hvað varðar hreyfingar leikmanna. Hann er mjög flókinn að vissu leyti. Nýir spilarar geta staðið sig vel án mikillar þjálfunar en hins vegar munu vanari spilarar, sem kunna ítarleg kerfi leiksins vel, alltaf vera í betri stöðu en aðrir. Það hefur kannski verið einn helsti vandi Madden-leikjanna í gegnum tíðina. Það er að laða nýja spilara. Það er þó lítið um breytingar og nýjungar. Ég finn ekki mikinn mun á Madden 17, sem ég spilaði síðast, og Madden 19.Fyrst smá disclaimer. Ég er fyrst og fremst „casual“ áhorfandi NFL og á í svipuðu sambandi við Madden. Ég hef átt nokkra leiki í gegnum árin og hef mjög gaman af því að grípa í þá og spila við vini mína. Ég hef lítið sem ekkert spilað leikina á netinu og því aðeins skrifað út frá þeirri reynslu minni. Í gegnum tíðina hef ég ekki mikið stundað svokallað „career mode“ þar sem spilarar byggja eigin persónu, stilla honum í einhverja stöðu, taka æfingar, eru valdir í lið og spila feril þeirrar persónu. það er hægt að búa til eigin leikmann og setja hann upp í sérstaka stöðu og spila eingöngu sem sá leikmaður. Það er gert í Franchise þar sem maður getur einnig sett sig í hlutverk þjálfara og leikið sér aðeins. Þá er hægt að velja að spila eingöngu valda hluta leikja, þá mikilvægu. Ég er einstaklega góður í því að bíða eftir að liðið mitt kemst í góða stöðu, taka við stjórntaumunum og kasta boltanum beint í fangið á mótherjum mínum. Það er því miður ekki góður hæfileiki að hafa. Með því að spila Franchise fá spilarar aukna og ítarlegri þjálfun en annars og er það góð leið til að læra á leikinn og íþróttina. Þetta er samt tiltölulega flókið og þá sérstaklega fyrir þá sem eru að skoða þetta í fyrsta sinn.Longshot Homecoming er framhald innbyggðrar sögu Madden sem byrjaði í fyrra og er ef til vill best lýst sem langdregnasta og leiðinlegasta Friday Night Lights þætti sem framleiddur hefur verið. Fjallað er um tvo vini gengur illa að fóta sig í NFL deildinni. Fyrstu klukkustundina spilaði ég um það bil í fimm mínútur og restina af tímanum þurfti ég (gat ekki sleppt því) að horfa á einhvers konar kvikmynd um einkalíf vinanna Devin Wade og Colt Cruise.Það er óhætt að segja að ég sé ekki mikill aðdáandi þessarar sápuóperu, enda fannst mér Friday Night Lights leiðinlegir þættir. Svo þegar ég fékk að spila þurfti ég, allavega í fyrstu, að fylgja einhverjum fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Eitt þeirra var að skora snertimark eftir að hitt liðið sparkaði boltanum frá sér. Það var erfitt og pirrandi. Þetta virkar bara þvingað og pirrandi. Af hverju í ósköpunum er ég þvingaður til að horfa á heilan sjónvarpsþátt um það hvernig pabbi Cruise, sem hann hafði ekki séð í mörg ár, skilur systur Cruise eftir hjá honum og hann þarf að ala hana upp? Það eru nokkrir endar á sögu Longshot Homecoming í boði en ég hef hins vegar engan áhuga á að komast að því hverjir þeir eru.Ef þú vilt spila Madden við vini þína, verður þú ekki fyrir vonbrigðum með Madden 19. Ég hef átt margar frábærar og aðrar mis-frábærar stundir í gegnum tíðina spilandi Madden. Passaðu þig bara á Ultimate Team. Það virðist hannað til þess að þvinga fólk til að gefa EA peninga. Það er nóg að kíkja á User Reviews á Metacritic til að sjá að það hefur ekki fallið í kramið hjá fólki. Ég er þó nokkuð viss um að Íslendingar séu lítið að spá í þessu, flestir.Ég tók nokkra leiki með vini mínum sem hafði ekki spilað Madden í mörg ár. Í einum leiknum köstuðum við reyndar boltanum frá okkur alls níu sinnum, sem hefur víst aldrei gerst í NFL ef marka má karlanna sem lýsa leiknum (og gera það vel). Mér tókst þó að vinna 35 - 0 þannig að ég var ánægður. Það er líka eitt sem kaninn gerir svo vel. Það er umgjörðin í kringum leikina. Maður gæti í raun spilað leikina sjálfa alveg eins og maður væri að horfa í sjónvarpinu. Þá munu lýsendur leiksins taka upp nýjar línur í allan vetur og verður lýsingin uppfærð. Þeir virka ekki lýtalaust, eins og í öllum öðrum íþróttaleikjum en ég finn mikinn mun frá fyrri leikjum.Samantekt-ish Það er ekki mikið um breytingar á milli leikja en stærsta breytingin er án efa það sem EA kallar Real Player Motion, sem er ætlað að gera hreyfingar leikmanna trúverðugari og líta betur út. Höggin virðast þyngri og leikmennirnir raunverulegri. Það heppnast mjög vel. Ég kann vel að meta Madden 19 en það er samt undarlegt hvað það er í raun lítið um breytingar frá Madden 17. Það er samt, sem áður, mjög gaman að spila Madden við vini sína og það verður enginn fyrir vonbrigðum með það. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Madden-serían er orðin tiltölulega langlíf enda hefur hún notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, eðlilega. Nýjasti leikurinn, Madden 19, er bara nokkuð góður og þá sérstaklega hvað varðar hreyfingar leikmanna. Hann er mjög flókinn að vissu leyti. Nýir spilarar geta staðið sig vel án mikillar þjálfunar en hins vegar munu vanari spilarar, sem kunna ítarleg kerfi leiksins vel, alltaf vera í betri stöðu en aðrir. Það hefur kannski verið einn helsti vandi Madden-leikjanna í gegnum tíðina. Það er að laða nýja spilara. Það er þó lítið um breytingar og nýjungar. Ég finn ekki mikinn mun á Madden 17, sem ég spilaði síðast, og Madden 19.Fyrst smá disclaimer. Ég er fyrst og fremst „casual“ áhorfandi NFL og á í svipuðu sambandi við Madden. Ég hef átt nokkra leiki í gegnum árin og hef mjög gaman af því að grípa í þá og spila við vini mína. Ég hef lítið sem ekkert spilað leikina á netinu og því aðeins skrifað út frá þeirri reynslu minni. Í gegnum tíðina hef ég ekki mikið stundað svokallað „career mode“ þar sem spilarar byggja eigin persónu, stilla honum í einhverja stöðu, taka æfingar, eru valdir í lið og spila feril þeirrar persónu. það er hægt að búa til eigin leikmann og setja hann upp í sérstaka stöðu og spila eingöngu sem sá leikmaður. Það er gert í Franchise þar sem maður getur einnig sett sig í hlutverk þjálfara og leikið sér aðeins. Þá er hægt að velja að spila eingöngu valda hluta leikja, þá mikilvægu. Ég er einstaklega góður í því að bíða eftir að liðið mitt kemst í góða stöðu, taka við stjórntaumunum og kasta boltanum beint í fangið á mótherjum mínum. Það er því miður ekki góður hæfileiki að hafa. Með því að spila Franchise fá spilarar aukna og ítarlegri þjálfun en annars og er það góð leið til að læra á leikinn og íþróttina. Þetta er samt tiltölulega flókið og þá sérstaklega fyrir þá sem eru að skoða þetta í fyrsta sinn.Longshot Homecoming er framhald innbyggðrar sögu Madden sem byrjaði í fyrra og er ef til vill best lýst sem langdregnasta og leiðinlegasta Friday Night Lights þætti sem framleiddur hefur verið. Fjallað er um tvo vini gengur illa að fóta sig í NFL deildinni. Fyrstu klukkustundina spilaði ég um það bil í fimm mínútur og restina af tímanum þurfti ég (gat ekki sleppt því) að horfa á einhvers konar kvikmynd um einkalíf vinanna Devin Wade og Colt Cruise.Það er óhætt að segja að ég sé ekki mikill aðdáandi þessarar sápuóperu, enda fannst mér Friday Night Lights leiðinlegir þættir. Svo þegar ég fékk að spila þurfti ég, allavega í fyrstu, að fylgja einhverjum fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Eitt þeirra var að skora snertimark eftir að hitt liðið sparkaði boltanum frá sér. Það var erfitt og pirrandi. Þetta virkar bara þvingað og pirrandi. Af hverju í ósköpunum er ég þvingaður til að horfa á heilan sjónvarpsþátt um það hvernig pabbi Cruise, sem hann hafði ekki séð í mörg ár, skilur systur Cruise eftir hjá honum og hann þarf að ala hana upp? Það eru nokkrir endar á sögu Longshot Homecoming í boði en ég hef hins vegar engan áhuga á að komast að því hverjir þeir eru.Ef þú vilt spila Madden við vini þína, verður þú ekki fyrir vonbrigðum með Madden 19. Ég hef átt margar frábærar og aðrar mis-frábærar stundir í gegnum tíðina spilandi Madden. Passaðu þig bara á Ultimate Team. Það virðist hannað til þess að þvinga fólk til að gefa EA peninga. Það er nóg að kíkja á User Reviews á Metacritic til að sjá að það hefur ekki fallið í kramið hjá fólki. Ég er þó nokkuð viss um að Íslendingar séu lítið að spá í þessu, flestir.Ég tók nokkra leiki með vini mínum sem hafði ekki spilað Madden í mörg ár. Í einum leiknum köstuðum við reyndar boltanum frá okkur alls níu sinnum, sem hefur víst aldrei gerst í NFL ef marka má karlanna sem lýsa leiknum (og gera það vel). Mér tókst þó að vinna 35 - 0 þannig að ég var ánægður. Það er líka eitt sem kaninn gerir svo vel. Það er umgjörðin í kringum leikina. Maður gæti í raun spilað leikina sjálfa alveg eins og maður væri að horfa í sjónvarpinu. Þá munu lýsendur leiksins taka upp nýjar línur í allan vetur og verður lýsingin uppfærð. Þeir virka ekki lýtalaust, eins og í öllum öðrum íþróttaleikjum en ég finn mikinn mun frá fyrri leikjum.Samantekt-ish Það er ekki mikið um breytingar á milli leikja en stærsta breytingin er án efa það sem EA kallar Real Player Motion, sem er ætlað að gera hreyfingar leikmanna trúverðugari og líta betur út. Höggin virðast þyngri og leikmennirnir raunverulegri. Það heppnast mjög vel. Ég kann vel að meta Madden 19 en það er samt undarlegt hvað það er í raun lítið um breytingar frá Madden 17. Það er samt, sem áður, mjög gaman að spila Madden við vini sína og það verður enginn fyrir vonbrigðum með það.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira