Hvalrekar við Íslandsstrendur sjaldan verið fleiri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 20:00 Flestir hvalrekar hafa verið á Austurlandi en þessa mynd tók Rán Þórarinsdóttir hjá Náttúrustofu Austurlands af hvalreka í Seyðisfirði fyrr á árinu. mynd/Náttúrustofa Austurlands Hafrannsóknastofnun hefur verið tilkynnt um óvenju mörg tilfelli hvalreka við Íslandsstrendur í ár. Í gegnum tíðina hafa hernaðaræfingar þótt ein líklegasta skýringin á aukinni tíðni hvalreka. Það var um aldamótinn sem Hafrannsóknastofnun hóf markvisst að fylgjast með hvalrekum við Íslandsstrendur en síðan þá hafa flest tilvik verið skráð árið 2008 þegar þau voru 38 talsins. Það sem af er þessa árs hefur Hafrannsóknastofnun fengið þrjátíu tilkynningar um hvalreka og þar af hafa flest tilfellin verið á Austfjörðum. Stór hluti hvalanna hafa verið andarnefjur og aðrar svínhvalategundir sem eru djúpsjáfartegundir. Til þessa hafa níu andarnefjur rekið á land, þar af sjö á Austfjörðum, en allt árið 2008 voru þær tólf. Þó hvalrekarnir séu margir í ár er þó ekki um einsdæmi að ræða en frá árinu 2000 hafa sex sinnum verið skráð 20 tilvik eða fleiri. „Það er óhætt að segja það að þetta hafi verið óvenju mörg miðað við það sem við höfum verið að skrá undnafarin ár,“ segir Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Tilfellin kunna þó að vera fleiri en tölurnar ná aðeins yfir þá hvalreka sem tilkynntir hafa verið til Hafrannsóknarstofnunar. „Þótt fólk eigi að tilkynna Hafrannsóknastofnun þegar það sér svona hvalreka þá náttúrlega vitum við að við fréttum ekki af öllu,“ segir Gísli. „Þetta kemur gjarnan í slumpum yfir stutt tímabil og svo kannski gerist ekkert þess á milli.“Hernaðaræfingar hugsanleg skýring Með hvalreka er átt við um það þegar hvalir deyja á hafi úti og reka síðan á land. Þar að auki hefur verið nokkuð um það að hvalatorfur syndi inn að landi og komi sér í klandur líkt og andarnefjurnar tvær sem strönduðu í Engey í síðustu viku og þá vakti athygli þegar hópur grindhvala var rekinn út úr Kolgrafarfirði fyrr í mánuðinum. En hvaða skýringar kunna að liggja að baki?„Í sambandi við svona aukna tíðni hvalreka í gegnum tíðina hafa menn oft nefnt heræfingar og sérstaklega þar sem eru notaðar djúpsprengjur sem geta skemmt heyrn þessara dýra en þau reiða sig algjörlega á heyrnina. Sú kenning er nú ofarlega á baugi þegar svona bylgjur af svínhvalstegundum koma,“ segir Gísli.Þá hafa kafbátaleitaræfingar í Norður-Atlantshafi einnig verið nefndar sem hugsanleg skýring en erfitt getur þó reynst að sannreyna dánarorsök hvalanna sem reka á land að sögn Gísla. Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. 23. ágúst 2018 11:51 Grindhvalirnir sneru aftur Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. 13. ágúst 2018 08:57 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Hafrannsóknastofnun hefur verið tilkynnt um óvenju mörg tilfelli hvalreka við Íslandsstrendur í ár. Í gegnum tíðina hafa hernaðaræfingar þótt ein líklegasta skýringin á aukinni tíðni hvalreka. Það var um aldamótinn sem Hafrannsóknastofnun hóf markvisst að fylgjast með hvalrekum við Íslandsstrendur en síðan þá hafa flest tilvik verið skráð árið 2008 þegar þau voru 38 talsins. Það sem af er þessa árs hefur Hafrannsóknastofnun fengið þrjátíu tilkynningar um hvalreka og þar af hafa flest tilfellin verið á Austfjörðum. Stór hluti hvalanna hafa verið andarnefjur og aðrar svínhvalategundir sem eru djúpsjáfartegundir. Til þessa hafa níu andarnefjur rekið á land, þar af sjö á Austfjörðum, en allt árið 2008 voru þær tólf. Þó hvalrekarnir séu margir í ár er þó ekki um einsdæmi að ræða en frá árinu 2000 hafa sex sinnum verið skráð 20 tilvik eða fleiri. „Það er óhætt að segja það að þetta hafi verið óvenju mörg miðað við það sem við höfum verið að skrá undnafarin ár,“ segir Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Tilfellin kunna þó að vera fleiri en tölurnar ná aðeins yfir þá hvalreka sem tilkynntir hafa verið til Hafrannsóknarstofnunar. „Þótt fólk eigi að tilkynna Hafrannsóknastofnun þegar það sér svona hvalreka þá náttúrlega vitum við að við fréttum ekki af öllu,“ segir Gísli. „Þetta kemur gjarnan í slumpum yfir stutt tímabil og svo kannski gerist ekkert þess á milli.“Hernaðaræfingar hugsanleg skýring Með hvalreka er átt við um það þegar hvalir deyja á hafi úti og reka síðan á land. Þar að auki hefur verið nokkuð um það að hvalatorfur syndi inn að landi og komi sér í klandur líkt og andarnefjurnar tvær sem strönduðu í Engey í síðustu viku og þá vakti athygli þegar hópur grindhvala var rekinn út úr Kolgrafarfirði fyrr í mánuðinum. En hvaða skýringar kunna að liggja að baki?„Í sambandi við svona aukna tíðni hvalreka í gegnum tíðina hafa menn oft nefnt heræfingar og sérstaklega þar sem eru notaðar djúpsprengjur sem geta skemmt heyrn þessara dýra en þau reiða sig algjörlega á heyrnina. Sú kenning er nú ofarlega á baugi þegar svona bylgjur af svínhvalstegundum koma,“ segir Gísli.Þá hafa kafbátaleitaræfingar í Norður-Atlantshafi einnig verið nefndar sem hugsanleg skýring en erfitt getur þó reynst að sannreyna dánarorsök hvalanna sem reka á land að sögn Gísla.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. 23. ágúst 2018 11:51 Grindhvalirnir sneru aftur Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. 13. ágúst 2018 08:57 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33
Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21
Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. 23. ágúst 2018 11:51
Grindhvalirnir sneru aftur Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. 13. ágúst 2018 08:57