Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2018 20:05 Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug.
Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06