Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Olympiacos í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Burnley tapaði fyrri leiknum í kvöld 3-1 en eftir að hafa jafnað metin í 1-1 úr vítaspyrnu í fyrri hálfelik fengu þeir tvö mörk á sig í síðari hálfleik.
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í 76 mínútur og nældi sér í gult spjald en hann skapaði meðal annars eitt mjög gott tækifæri sem fór forgörðum.
Síðari leikurinn verður á Turf Moor eftir viku og þar þurfa þeir bresku að vinna upp tveggja marka forskot Grikkjanna ætli þeir sér í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

