50 ár frá vígslu Norræna hússins í Reykjavík Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
„Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira