50 ár frá vígslu Norræna hússins í Reykjavík Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira