HK brotlegt við persónuverndarlög gegn ungum iðkenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 10:11 HK taldi sig ekki hafa brotið persónuverndarlög. Fréttablaðið/Vilhelm Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér. Persónuvernd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér.
Persónuvernd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira