Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 14:15 Henning Jónasson bíður nú þess að vera fluttir til Íslands frá Frankfurt. Mynd/Laufey Kristjánsdóttir Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Henning var í fríi í Frakklandi ásamt kærustu hans, Laufeyju Kristjánsdóttur. Á sunnudaginn voru þau stödd í Gorges du Verdon, vinsælum ferðamannastað. Þar höfðu þau leigt sér hjólabát þar sem þau sigldu um á vatni í gljúfrinu sem þykir vera eitt fegursta gljúfur Evrópu.„Við vorum að hoppa þarna allan morguninn og vorum alls ekki þau einu sem vorum að gera það,“ segir Laufey í samtali við Vísi. Hún segir að það hafi gengið vel framan af degi en þegar þau voru komin lengra inn í gljúfrið ákvað Henning að stinga sér einu sinni enn til sunds.„Hann ætlaði að taka létt stökk, hann klifraði ekki hátt upp en fór akkúrat í það skiptið með hausinn á undan og þá tók bara botninn við honum. Sem betur var þetta sandur en ekki steinar en þetta var svakalegt högg,“ segir Laufey.Tókst með herkjum að koma sér upp á hjólabátinn áður en hann datt út Svo heppilega vildi til að stutt var í hjólabát þeirra og gat Henning komið sér upp á bátinn.Gljúfrið þar sem Henning og Laufey voru á ferð um þykir ægifagurt.Vísir/Getty„Hann stóð upp og var strax ótrúlega verkjaður en náði einhvern veginn að koma sér upp á hjólabátinn. Það voru bara þrír til fjórir metrar í bátinn og hann labbaði þangað, þetta var það grunnt. Hann stökk upp á bátinn og ég náði að tala við hann í nokkrar sekúndur áður en hann datt algjörlega út í 15-20 sekúndur, lengst inn í gljúfrinu,“ segir Laufey.Laufey kallaði þá á hjálp og komu tveir menn sem voru í grennd við Laufeyju og Henning honum til bjargar. Hringdu þeir á starfsmenn á svæðinu sem gátu boðað sjúkrabíl á vettvang. Hjóluðu þeir svo hjólabátnum í land á meðan Laufey hélt Henning vakandi.Líklegt að hraustleiki hans hafi komið sér velÞaðan var Henning fluttur á sjúkrahús þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir. Ljóst er að Henning þarf að vera með spelku næstu tvo til þrjá mánuði. Brotin voru þó það stöðug að ekki þurfti að framkvæma aðgerð í bili. Líklegt er að hraustleiki Hennings hafi komið honum vel en Laufey segir að læknarnir hafi sagt að mildi sé að hann sé á lífi miðað við þau meiðsli sem hann hlaut.„Læknarnir töluðu um hvað hann væri rosalega heppinn. Það væru ekki margir sem þríbrotna þarna og lifa það af,“ segir Laufey sem nú er stödd með Henning í Frankfurt þar sem þau bíða eftir flugi til Íslands. Eru þau væntanleg til Íslands í kvöld og verður Henning lagður beint inn á Landspítalann við komu til landsins þar sem íslenskir læknar munu leggja mat á ástand hans.Henning og Laufey á góðri stundu. A post shared by Laufey Kristjánsdóttir (@laufeykristjans) on Mar 25, 2018 at 10:34am PDT Laufey segir að Henning sé nokkuð brattur þrátt fyrir slysið.„Hann er náttúrulega verkjaður en er rosalega sterkur. Hann veit að þetta verður erfitt en hann er þannig að hann mun pottþétt koma til baka bara betri ef eitthvað er.“Henning starfar sem crossfit-þjálfari hjá crossfit-stöðinni Granda101 í Reykjavík og ætla félagar hans þar að sýna honum stuðning með því að búa til sérstaka æfingu sem inniheldur margar af uppáhalds æfingum Hennings. Æfingin verður æfing dagsins hjá Granda101 á morgun og hvetja forráðamenn stöðvarinnar aðrar crossfitstöðvar til þess að gera slíkt hið sama, Henning til stuðnings. CrossFit Tengdar fréttir Opnuðu alvöru fjölskyldufyrirtæki úti á Granda Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. 3. mars 2017 08:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Henning var í fríi í Frakklandi ásamt kærustu hans, Laufeyju Kristjánsdóttur. Á sunnudaginn voru þau stödd í Gorges du Verdon, vinsælum ferðamannastað. Þar höfðu þau leigt sér hjólabát þar sem þau sigldu um á vatni í gljúfrinu sem þykir vera eitt fegursta gljúfur Evrópu.„Við vorum að hoppa þarna allan morguninn og vorum alls ekki þau einu sem vorum að gera það,“ segir Laufey í samtali við Vísi. Hún segir að það hafi gengið vel framan af degi en þegar þau voru komin lengra inn í gljúfrið ákvað Henning að stinga sér einu sinni enn til sunds.„Hann ætlaði að taka létt stökk, hann klifraði ekki hátt upp en fór akkúrat í það skiptið með hausinn á undan og þá tók bara botninn við honum. Sem betur var þetta sandur en ekki steinar en þetta var svakalegt högg,“ segir Laufey.Tókst með herkjum að koma sér upp á hjólabátinn áður en hann datt út Svo heppilega vildi til að stutt var í hjólabát þeirra og gat Henning komið sér upp á bátinn.Gljúfrið þar sem Henning og Laufey voru á ferð um þykir ægifagurt.Vísir/Getty„Hann stóð upp og var strax ótrúlega verkjaður en náði einhvern veginn að koma sér upp á hjólabátinn. Það voru bara þrír til fjórir metrar í bátinn og hann labbaði þangað, þetta var það grunnt. Hann stökk upp á bátinn og ég náði að tala við hann í nokkrar sekúndur áður en hann datt algjörlega út í 15-20 sekúndur, lengst inn í gljúfrinu,“ segir Laufey.Laufey kallaði þá á hjálp og komu tveir menn sem voru í grennd við Laufeyju og Henning honum til bjargar. Hringdu þeir á starfsmenn á svæðinu sem gátu boðað sjúkrabíl á vettvang. Hjóluðu þeir svo hjólabátnum í land á meðan Laufey hélt Henning vakandi.Líklegt að hraustleiki hans hafi komið sér velÞaðan var Henning fluttur á sjúkrahús þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir. Ljóst er að Henning þarf að vera með spelku næstu tvo til þrjá mánuði. Brotin voru þó það stöðug að ekki þurfti að framkvæma aðgerð í bili. Líklegt er að hraustleiki Hennings hafi komið honum vel en Laufey segir að læknarnir hafi sagt að mildi sé að hann sé á lífi miðað við þau meiðsli sem hann hlaut.„Læknarnir töluðu um hvað hann væri rosalega heppinn. Það væru ekki margir sem þríbrotna þarna og lifa það af,“ segir Laufey sem nú er stödd með Henning í Frankfurt þar sem þau bíða eftir flugi til Íslands. Eru þau væntanleg til Íslands í kvöld og verður Henning lagður beint inn á Landspítalann við komu til landsins þar sem íslenskir læknar munu leggja mat á ástand hans.Henning og Laufey á góðri stundu. A post shared by Laufey Kristjánsdóttir (@laufeykristjans) on Mar 25, 2018 at 10:34am PDT Laufey segir að Henning sé nokkuð brattur þrátt fyrir slysið.„Hann er náttúrulega verkjaður en er rosalega sterkur. Hann veit að þetta verður erfitt en hann er þannig að hann mun pottþétt koma til baka bara betri ef eitthvað er.“Henning starfar sem crossfit-þjálfari hjá crossfit-stöðinni Granda101 í Reykjavík og ætla félagar hans þar að sýna honum stuðning með því að búa til sérstaka æfingu sem inniheldur margar af uppáhalds æfingum Hennings. Æfingin verður æfing dagsins hjá Granda101 á morgun og hvetja forráðamenn stöðvarinnar aðrar crossfitstöðvar til þess að gera slíkt hið sama, Henning til stuðnings.
CrossFit Tengdar fréttir Opnuðu alvöru fjölskyldufyrirtæki úti á Granda Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. 3. mars 2017 08:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Opnuðu alvöru fjölskyldufyrirtæki úti á Granda Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. 3. mars 2017 08:45