Vankaður smyrill gisti á lúxushóteli í viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Guttormur Hugi hefur heimsótt hótelið aftur eftir að honum var sleppt. Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira