Opna göngustíg fyrir hreyfihamlaða við Fjaðrárgljúfur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 14:01 Göngustígurinn við Fjaðrárgljúfur er fær hreyfihömluðum. Mynd/Umhverfisstofnun Nýr göngustígur hefur verið opnaður við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið. Fyrirtækið Stokkar og Steinar gerir stíginn en hann er hannaður til að verða fær hjólastólum fullkláraður. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að göngustígurinn sé uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Geogrid er notað á blautustu köflunum, þunnt plastnet, sem sett er undir mölina til að koma í veg fyrir að mold og möl blandist saman og að stígurinn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á votlendinu. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgangurinn er að draga úr álagi á náttúru svæðisins með stýrðri umferð og bæta um leið aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Göngustígurinn hefur verið opnaður og er hægt að ganga frá útskoti við Lakaveg. Umhverfisstofnun bendir á að takmörkuð bílastæði eru við Fjaðrárgljúfur miðað við þann gríðarlega fjölda gesta sem heimsækja svæðið dag hvern. Eins og áður hefur komið fram er svæðið illa farið vegna ágangs ferðamanna. Hefur verið brugðist við því með aukinni landvörslu, uppbyggingu innviða og stýrðri umferð um svæðið. „Því miður fara ekki allir gestir eftir reglum sem gilda á svæðinu. Þess vegna gengur illa að græða upp sár í gróðursverðinum á hluta svæðisins og er þar helst að nefna brúnir Fjaðrárgljúfur. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og upplýsum gesti um mikilvægi þess að fara eftir þeim reglum sem gilda á náttúruverndarsvæðum svo okkur takist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyrir lokanir,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar. Umhverfismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Nýr göngustígur hefur verið opnaður við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið. Fyrirtækið Stokkar og Steinar gerir stíginn en hann er hannaður til að verða fær hjólastólum fullkláraður. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að göngustígurinn sé uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Geogrid er notað á blautustu köflunum, þunnt plastnet, sem sett er undir mölina til að koma í veg fyrir að mold og möl blandist saman og að stígurinn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á votlendinu. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgangurinn er að draga úr álagi á náttúru svæðisins með stýrðri umferð og bæta um leið aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Göngustígurinn hefur verið opnaður og er hægt að ganga frá útskoti við Lakaveg. Umhverfisstofnun bendir á að takmörkuð bílastæði eru við Fjaðrárgljúfur miðað við þann gríðarlega fjölda gesta sem heimsækja svæðið dag hvern. Eins og áður hefur komið fram er svæðið illa farið vegna ágangs ferðamanna. Hefur verið brugðist við því með aukinni landvörslu, uppbyggingu innviða og stýrðri umferð um svæðið. „Því miður fara ekki allir gestir eftir reglum sem gilda á svæðinu. Þess vegna gengur illa að græða upp sár í gróðursverðinum á hluta svæðisins og er þar helst að nefna brúnir Fjaðrárgljúfur. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og upplýsum gesti um mikilvægi þess að fara eftir þeim reglum sem gilda á náttúruverndarsvæðum svo okkur takist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyrir lokanir,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar.
Umhverfismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira