Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Nissan Leaf rafbílarnir hafa rokselst en verðandi eigendur þurfa að bíða. Toyota „Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00
Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00
Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47