Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Valur Lýðsson til hægri með lögmanni sínum í dómsal. Fréttablaðið/Eyþór „Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent