Lögum um ríkisborgararétt verður breytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður. Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við 23 ára Litháa sem búið hefur hér á landi í 17 ár en fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Samkvæmt lögum má umsækjandi ekki hafa sætt sektum eða fangelsisrefsingu til að hljóta ríkisborgararétt. Frá því má þó víkja að liðnum biðtíma, ef ekki eru um endurtekin brot að ræða. Eðli brota skiptir ekki máli samkvæmt lögunum en þetta kemur til greina að endurskoða að sögn dómsmálaráðherra. „Það getur auðvitað og er eðlilegt að komi til skoðunar hvort að öll brot sæti þá sömu afleiðingum að þessu leyti. Menn nefna umferðarlagabrot en ég vil nú samt árétta það að það er nú mín afstaða í því að umferðarlagabrot eru ekki léttvæg og þegar um er að ræða ítrekuð umferðarlagabrot, hvort sem það er hraðaakstur eða ölvunarakstur þá eru það auðvitað ekki léttvæg brot,“ segir Sigríður. Meðal annars verði þessi þáttur tekinn skoðunar á Alþingi í vor. „Það kunna auðvitað að vera málefnaleg sjónarmið fyrir því að mönnum sé ekki þannig lagað refsað til eilífðar fyrir slík brot, heldur að tilteknum tíma liðnum að mönnum gefist þá kostur á að sækja aftur um ríkisborgararétt.“ Því verði þó ekki breytt nema með lagasetningu.Lögum verði breytt til samræmis við hækkun sekta Samkvæmt lögunum markast biðtíminn sem líða þarf frá broti og þar til hægt er að sækja um ríkisborgararétt meðal annars af upphæð sektar fyrir brot. Þess má geta að fyrr á þessu ári hækkuðu sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert. „Það er brýnt að uppfæra lögin með tilliti til hækkunar sekta og verðlagsþróunar og þar fram eftir götunum. Og að því leyti er auðvitað bagalegt að sektarákvæðin, eða fjárhæðirnar, séu inni í löggjöfinni þannig að það kallar alltaf á lagabreytingu en það verður gert núna,“ segir Sigríður. Þá er að fleiri þáttum að huga. „Nú er það auðvitað þannig að löggjafinn tók ákvörðun um það fyrir margt löngu að bjóða ekki upp á matskennda ákvarðanir við veitingu ríkisborgararéttar og þess vegna eru lögin eins og þau eru. Það er að segja skýr og skorinorð og ótvíræð um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá ríkisborgararétt, og þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði hafa þá leitað til þingsins,“ segir Sigríður. Þróunin á þinginu hafi verið dálítið á þá leið að hún sé farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu. „Ég hef ekki greint annað en áhuga þingmanna á því að breyta þessu fyrirkomulagi að einhverju leyti,“ segir Sigríður.
Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira