Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Ingrid Kuhlman skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið mjög sýnilegar í sumar; hitastigið á jörðinni hækkar stöðugt, gróðurbelti eru að færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess eru sýnilegar breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Að óbreyttu er ekkert annað fram undan en náttúruhamfarir af óþekktri stærðargráðu. Spurningin sem við eigum öll að ræða er: Hvað getum við Íslendingar gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Í skýrslu Hagfræðistofnunar um Ísland og loftslagsmál frá febrúar 2017 kemur fram að áætlaður útblástur frá framræstu votlendi sé langstærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eða um 70% af heildarlosuninni. Á árum áður voru grafnir um 34.000 km af skurðum sem hafa raskað um 4.200 ferkílómetrum lands. Áætlað er að aðeins um 15% framræsts lands sé nýtt til jarðræktar. Samkvæmt stuðlum IPCC (Vísindanefndar loftslagssamningsins) og innlendum rannsóknum losar hver hektari um 20 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það er því til mikils að vinna með endurheimt votlendis. Votlendissvæði eru einnig mikilvæg í öðru samhengi því þau eru búsvæði ýmissa lífvera (plantna, fugla, fiska og smádýra) og gegna hlutverki í vatns- og efnabúskap lands. Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski. Því felst margs konar ávinningur í að nýta þá áhrifaríku en jafnframt hagkvæmu loftslagsaðgerð sem endurheimt votlendis er. Votlendissjóðurinn, sem var stofnaður sl. vor, hefur efnt til þjóðarátaks í nafni samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum. Sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið, bæði með því að gerast stofnaðilar en einnig með því að leggja til fé til endurheimtar votlendis. Það er ómetanlegt að eiga að traust fyrirtæki til að styðja við bakið á þessu stóra samfélagsverkefni. Ég hvet öll fyrirtæki landsins til að kynna sér málið á votlendi.is og leggja verkefninu lið. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Ingrid Kuhlman Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið mjög sýnilegar í sumar; hitastigið á jörðinni hækkar stöðugt, gróðurbelti eru að færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess eru sýnilegar breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Að óbreyttu er ekkert annað fram undan en náttúruhamfarir af óþekktri stærðargráðu. Spurningin sem við eigum öll að ræða er: Hvað getum við Íslendingar gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Í skýrslu Hagfræðistofnunar um Ísland og loftslagsmál frá febrúar 2017 kemur fram að áætlaður útblástur frá framræstu votlendi sé langstærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eða um 70% af heildarlosuninni. Á árum áður voru grafnir um 34.000 km af skurðum sem hafa raskað um 4.200 ferkílómetrum lands. Áætlað er að aðeins um 15% framræsts lands sé nýtt til jarðræktar. Samkvæmt stuðlum IPCC (Vísindanefndar loftslagssamningsins) og innlendum rannsóknum losar hver hektari um 20 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það er því til mikils að vinna með endurheimt votlendis. Votlendissvæði eru einnig mikilvæg í öðru samhengi því þau eru búsvæði ýmissa lífvera (plantna, fugla, fiska og smádýra) og gegna hlutverki í vatns- og efnabúskap lands. Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski. Því felst margs konar ávinningur í að nýta þá áhrifaríku en jafnframt hagkvæmu loftslagsaðgerð sem endurheimt votlendis er. Votlendissjóðurinn, sem var stofnaður sl. vor, hefur efnt til þjóðarátaks í nafni samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum. Sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið, bæði með því að gerast stofnaðilar en einnig með því að leggja til fé til endurheimtar votlendis. Það er ómetanlegt að eiga að traust fyrirtæki til að styðja við bakið á þessu stóra samfélagsverkefni. Ég hvet öll fyrirtæki landsins til að kynna sér málið á votlendi.is og leggja verkefninu lið. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun