Knattspyrnumenn verjast gjaldeyrissveiflum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Leikmenn Leicester fagna ógurlega eftir sigurmark Harry Maguire á dögunum. Vísir/Getty Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira