Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 12:00 Kallað á milli stúkna á Laugardalsvellinum. Vísir/Getty Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. Íslensku stelpurnar tryggja sig inn á HM með sigri en þær unnu fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi síðasta haust. Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir í það að í fyrsta sinn verði fullur Laugardalsvöllur á kvennalandsleik. Tólfan ætlar líka að mæta á sinn stað í N-hólfið á austari stúkunni og þar á bæ eru sumir orðnir spenntir. Tólfumaðurinn Árni Þór Gunnarsson lýsir spenningi sínum á Twitter og hlakkar sérstaklega til þess að gera eitt sem aldrei hefur verið gert áður á kvennalandsleiks. Það er að kalla á milli stúkna eins og er gert á karlalandsleikjunum. Önnur stúkan hefur bara verið notuð á kvennalandsleikjunum en nú verða báðar stúkurnar vonandi fullar með tilheyrandi stemmningu í Dalnum. Það má sjá færslu Árna hér fyrir neðan. Vonandi tekst honum og hinum í Tólfunni að keyra stemmninguna snemma í gang í Laugardalnum á laugardaginn.Ótrùlega peppaður fyrir komandi Kvk Landsleik gegn Þýskalandi...er samt mest peppaður yfir þvì að ég mun vera ì N hólfi með restinni af @12Tolfan !!! Get ekki beðið til að kalla à milli Stùka og hvetja Stelpurnar til SIGURS!! #fotboltinet#Dóttir#FyrirÌsland — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 28, 2018Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 15.00 á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vegleg umfjöllun verður líka bæði fyrir og eftir leik. Íslenska landsliðið er með eins stigs forskot á Þýskaland þegar tveir leikir eru eftir. Sigur tryggir Íslandi HM-sætið en með jafntefli geta stelpurnar okkar komist beint á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur. Sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvellinum. HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. Íslensku stelpurnar tryggja sig inn á HM með sigri en þær unnu fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi síðasta haust. Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir í það að í fyrsta sinn verði fullur Laugardalsvöllur á kvennalandsleik. Tólfan ætlar líka að mæta á sinn stað í N-hólfið á austari stúkunni og þar á bæ eru sumir orðnir spenntir. Tólfumaðurinn Árni Þór Gunnarsson lýsir spenningi sínum á Twitter og hlakkar sérstaklega til þess að gera eitt sem aldrei hefur verið gert áður á kvennalandsleiks. Það er að kalla á milli stúkna eins og er gert á karlalandsleikjunum. Önnur stúkan hefur bara verið notuð á kvennalandsleikjunum en nú verða báðar stúkurnar vonandi fullar með tilheyrandi stemmningu í Dalnum. Það má sjá færslu Árna hér fyrir neðan. Vonandi tekst honum og hinum í Tólfunni að keyra stemmninguna snemma í gang í Laugardalnum á laugardaginn.Ótrùlega peppaður fyrir komandi Kvk Landsleik gegn Þýskalandi...er samt mest peppaður yfir þvì að ég mun vera ì N hólfi með restinni af @12Tolfan !!! Get ekki beðið til að kalla à milli Stùka og hvetja Stelpurnar til SIGURS!! #fotboltinet#Dóttir#FyrirÌsland — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 28, 2018Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 15.00 á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vegleg umfjöllun verður líka bæði fyrir og eftir leik. Íslenska landsliðið er með eins stigs forskot á Þýskaland þegar tveir leikir eru eftir. Sigur tryggir Íslandi HM-sætið en með jafntefli geta stelpurnar okkar komist beint á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur. Sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvellinum.
HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira