Tenniskonu refsað fyrir að fara úr bolnum í nokkrar sekúndur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 14:30 Alize Cornet Vísir/Getty Franska tenniskonan Alize Cornet fékk refsingu fyrir að fara úr bolnum sem hún var í á meðan leik á Opna bandaríska risamótinu stóð. Yfirvöld mótsins hafa verið sökuð um kynjamismunum vegna málsins. Karlkyns tennisleikmenn fara oft úr bolum sínum á meðan leikjum standa og þeir fá aldrei refsingar. Cornet var furðu lostinn yfir refsingunni og hefur málið vakið mikla umræðu um kynjamisrétti. Reglur tennissambandsins segja að kvenkyns leikmenn megi ekki breyta klæðnaði sínum á meðan leik stendur. Engar slíkar reglur eru til um karlana. Hitinn í New York hefur reynst tennisfólkinu erfiður og skiptu bæði Novak Djokovic og Roger Federer um bol í leikjum sínum í gær án þess að það hefði neina eftirmála. Vegna hitans fá leikmenn tíu mínútna hlé á leikjunum. Cornet kom til baka úr hléinu á leik sinum og Johanna Larsson og sá að bolur hennar snéri öfugt. Í stað þess að biðja um lengra hlé til þess að snúa aftur til búningsherbergis og laga bolinn ákvað hún að fara snöggt úr honum og fara svo rétt í bolinn. Ferlið tók í kringum 10 sekúndur. Þegar hún ætlaði að gera sig tilbúna til þess að byrja leikinn aftur refsaði dómarinn Christian Rask henni fyrir óíþróttamannslega hegðun þar sem sást í toppinn sem hún var í innan undir bolnum. Atvikið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir reglubreytingum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu atvikið er tennisþjálfarinn Judy Murray, móðir stórstjörnunnar Andy Murray. Female player punished for taking her top off during US Open, sparking sexism row pic.twitter.com/7sGCDbDlLx — The Independent (@Independent) August 29, 2018 Tennis Tengdar fréttir Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Franska tenniskonan Alize Cornet fékk refsingu fyrir að fara úr bolnum sem hún var í á meðan leik á Opna bandaríska risamótinu stóð. Yfirvöld mótsins hafa verið sökuð um kynjamismunum vegna málsins. Karlkyns tennisleikmenn fara oft úr bolum sínum á meðan leikjum standa og þeir fá aldrei refsingar. Cornet var furðu lostinn yfir refsingunni og hefur málið vakið mikla umræðu um kynjamisrétti. Reglur tennissambandsins segja að kvenkyns leikmenn megi ekki breyta klæðnaði sínum á meðan leik stendur. Engar slíkar reglur eru til um karlana. Hitinn í New York hefur reynst tennisfólkinu erfiður og skiptu bæði Novak Djokovic og Roger Federer um bol í leikjum sínum í gær án þess að það hefði neina eftirmála. Vegna hitans fá leikmenn tíu mínútna hlé á leikjunum. Cornet kom til baka úr hléinu á leik sinum og Johanna Larsson og sá að bolur hennar snéri öfugt. Í stað þess að biðja um lengra hlé til þess að snúa aftur til búningsherbergis og laga bolinn ákvað hún að fara snöggt úr honum og fara svo rétt í bolinn. Ferlið tók í kringum 10 sekúndur. Þegar hún ætlaði að gera sig tilbúna til þess að byrja leikinn aftur refsaði dómarinn Christian Rask henni fyrir óíþróttamannslega hegðun þar sem sást í toppinn sem hún var í innan undir bolnum. Atvikið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir reglubreytingum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu atvikið er tennisþjálfarinn Judy Murray, móðir stórstjörnunnar Andy Murray. Female player punished for taking her top off during US Open, sparking sexism row pic.twitter.com/7sGCDbDlLx — The Independent (@Independent) August 29, 2018
Tennis Tengdar fréttir Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30