Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2018 15:52 Skuggi Marsjeppans Opportunity á yfirborði rauðu reikistjörnunnar árið 2014. NASA/JPL-Caltech Ekkert hefur heyrst frá könnunarjeppanum Opportunity í áttatíu daga frá því að risavaxinn sandstormur geisaði á yfirborði reikistjörnunnar Mars í júní. Stjórnendur jeppans hafa þó ekki gefið upp alla von um að hann sé enn með lífsmarki. Storminum, sem náði um tíma yfir alla reikistjörnuna, slotaði ekki fyrr en í síðasta mánuði en ryk er enn í lofti nærri Endeavour-gígnum þar sem síðast spurðist til Opportunity. Rykið hefur lokað á sólarljósi sem Marsjeppinn reiðir sig á til að knýja sig áfram. Sambandið við jeppann rofnaði 10. júní en hann virðist hafa lagst í dvala vegna aðstæðna. „Við vitum einfaldlega ekki hvað gerist. Það er aðeins ein leið til að komast að því og það er að hlusta,“ segir Steve Squyres, aðalvísindamaður Opportunity-leiðangursins við Space.com. Nístingskuldi er talinn helsta ógnin sem steðjar að tækjum Opportunity. Án sólarljóss getur hann ekki knúið hitara sem eru um borð og þá gæti voðinn verið vís. Ekki er þó ljóst hversu mikinn kulda geimfarið þolir. Opportunity og systurjeppinn Spirit lentu á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangur þeirra að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ótrauður áfram til ársins 2010. Opportunity hefur gerst enn langlífari og hefur nú ferðast lengra um yfirborð annars hnattar en nokkuð annað geimfar, alls um 45 kílómetra. „Þetta verður annað hvort undraverður bati eða sæmdardauði,“ segir Squyres. Í millitíðinni hafa aðdáendur Opportunity sent jeppanum heillaóskir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #WakeUpOppy og #SaveOppy.#WakeUpOppy#SaveOppypic.twitter.com/nQcKrABX3Q — RidingWithRobots (@ridingrobots) August 29, 2018January 2015: I came as close to standing atop a hill on Mars as I will in my life. When Oppy reached the summit I had the privilege of raising the flag atop Cape Tribulation. Probably my favorite shift during my 12 years on the mission. #SaveOppy#WakeupOppypic.twitter.com/SENb25EvhN — Mike Seibert (@mikeseibert) August 29, 2018 Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Ekkert hefur heyrst frá könnunarjeppanum Opportunity í áttatíu daga frá því að risavaxinn sandstormur geisaði á yfirborði reikistjörnunnar Mars í júní. Stjórnendur jeppans hafa þó ekki gefið upp alla von um að hann sé enn með lífsmarki. Storminum, sem náði um tíma yfir alla reikistjörnuna, slotaði ekki fyrr en í síðasta mánuði en ryk er enn í lofti nærri Endeavour-gígnum þar sem síðast spurðist til Opportunity. Rykið hefur lokað á sólarljósi sem Marsjeppinn reiðir sig á til að knýja sig áfram. Sambandið við jeppann rofnaði 10. júní en hann virðist hafa lagst í dvala vegna aðstæðna. „Við vitum einfaldlega ekki hvað gerist. Það er aðeins ein leið til að komast að því og það er að hlusta,“ segir Steve Squyres, aðalvísindamaður Opportunity-leiðangursins við Space.com. Nístingskuldi er talinn helsta ógnin sem steðjar að tækjum Opportunity. Án sólarljóss getur hann ekki knúið hitara sem eru um borð og þá gæti voðinn verið vís. Ekki er þó ljóst hversu mikinn kulda geimfarið þolir. Opportunity og systurjeppinn Spirit lentu á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangur þeirra að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ótrauður áfram til ársins 2010. Opportunity hefur gerst enn langlífari og hefur nú ferðast lengra um yfirborð annars hnattar en nokkuð annað geimfar, alls um 45 kílómetra. „Þetta verður annað hvort undraverður bati eða sæmdardauði,“ segir Squyres. Í millitíðinni hafa aðdáendur Opportunity sent jeppanum heillaóskir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #WakeUpOppy og #SaveOppy.#WakeUpOppy#SaveOppypic.twitter.com/nQcKrABX3Q — RidingWithRobots (@ridingrobots) August 29, 2018January 2015: I came as close to standing atop a hill on Mars as I will in my life. When Oppy reached the summit I had the privilege of raising the flag atop Cape Tribulation. Probably my favorite shift during my 12 years on the mission. #SaveOppy#WakeupOppypic.twitter.com/SENb25EvhN — Mike Seibert (@mikeseibert) August 29, 2018
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11