Verkfall flugmanna írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í fimm Evrópulöndum hefur leitt til þess að einni af hverjum sex ferðum félagsins hefur verið aflýst í dag.
Um fimmtíu þúsund farþegar áttu bókað í ferðunum sem hafa verið felldar niður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Flugmenn félagsins í Þýskalandi, Svíþjóð, Írlandi, Belgíu og Hollandi hófu sólahringsverkfall í dag til þess að krefjast bættra kjara og aðstæðna. Talsmenn flugfélagsins segir að það reyni hvað það geti til þess að ná sátt í deilunni.
Þeir segja jafnframt að 85% af ferðum félagsins á morgun gangi eftir áætlun. Meirihluti farþega í þeim ferðum sem hafa verið felldar niður hafi verið komið í aðrar ferðir á vegum félagsins.

